Jóganámskeið og fræðandi jógaferðir
Jógaferðir erlendis með Eilífðarsól
Í hraða nútímans er nauðsyn að kunna að leita inn á við til að öðlast ró. Jógaferðir eru sífellt vinsælli því þær eru gullið tækifæri til að kynnast jóga og í leiðinni að hlaða batteríin á framandi slóðum. Við kynnumst einnig annarri menningu, stórkostlegri sögu og unum í mikilli náttúrufegurð. Við jógaiðkunina er leitast við að mæta þörfum allra og kennslan miðar að því að hæfa öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum, stirðum sem fimum.
Við hjá Eilífðarsól stundum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra og miðast valið við samsetningu, áhuga og óskir hópsins.
Ferðalag fyrir sálina
Hlúum að öllu í okkur sjálfum ~ líkama, huga og sál
Sjálfsrækt og endurnæring
Finnum styrkinn okkar ~ öðlumst innri ró og sátt ~ kveðjum streituna
Menning og náttúra
Kynnumst framandi sögu, menningu, og mat ~ njótum náttúrufegurðar
Ferðir á dagskrá
7.-14. september 2024
Gardavatn:
Jóga og sjálfsrækt
með Guðrúnu Ingibjörgu, leiðsögumanni og jógakennara og Sigríði Huldu Jónsdóttur, náms- og starfsráðgjafa og eiganda SHJ ráðgjafar
Vikudvöl við Gardavatn á Ítalíu með morgunjóga, hugleiðslu og sjálfsrækt. Eftir hádegið heimsækjum við heillandi staði eins og Veróna og Sirmione og siglum um Gardavatn.
21.-28. september 2024
Gardavatn:
Lystisemdir Ítalíu
með Guðrúnu Ingibjörgu, leiðsögumanni og jógakennara og Estrid Þorvaldsdóttir, leiðsögumanni og jógakennara
Við dveljum í bænum Salo sem liggur við hið rómaða Gardavatn. Að morgni iðkum við jóga í undurfögru umhverfi í faðmi Alpafjalla. Eftir hádegi kynnumst við ítalskri menningu með heimsóknum til bæja og borga. Sirmione er fallegur gamall bær við Gardavatn, Veróna er skammt frá Gardavatni og er oft kölluð litla Róm vegna sinna gömlu rómversku minja.
27. október-7. nóvember 2024
Marokkó:
Marokkó með Jógatvist – Framandi menning og fögur list
með Guðrúnu Ingibjörgu, leiðsögumanni og jógakennara og Sigríði Huldu Jónsdóttur, náms- og starfsráðgjafa og eiganda SHJ ráðgjafar
Jóga og sjálfsræktarferð til þessa töfrandi lands, sem býr yfir framandi menningu og fallegri list í hönnun og handbragði.
Ferð með beinu flugi í lok október, þegar hitastig er notalegt, 12 daga ferð, þar sem við teygum að okkur andrúmsloft töfrandi menningar og aldagamallar sögu, ýmist í iðandi mannlífi borga þar sem asnakerrur og alskyns farartæki liðast um eða í þögn og ró sveitanna. Við ferðumst milli borganna Marrakech, Essaouira og Casablanca og gistum nokkrar nætur á hverjum stað, gistum að auki eina nótt á fögrum rólegum stað við strönd, og eina nótt í eyðimörk, upplifum eyðimerkurlíf og förum í úlfaldareið út í víðáttu og iðkum jóga þar.
Tillögur að ferðum
Við bjóðum sérsniðnar hópa- og starfsmannaferðir til Ítalíu, Slóveníu eða Tyrklands þar sem jóga er blandað saman við ferðagleði sem gerir ferðina og andann í hópnum enn betri!
Hér má sjá ferðir sem við höfum skipulagt fyrir hópa. Allar ferðir má skipuleggja og sníða að áhuga og óskum hópsins. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
Ítalía – Gardavatn
Lystisemdir Ítalíu
8 daga dvöl í bænum Salo sem liggur við hið rómaða Gardavatn. Við iðkum jóga í undurfögru umhverfi sunnan Alpa og kynnumst ítalskri menningu með heimsóknum til bæja og borga. Við skoðum miðaldabæinn Sirmione, Veróna sem oft er kölluð litla Róm vegna sinna gömlu rómversku minja. Ef heimflug á síðasta degi ferðar er að kvöldi notum við daginn í að kynnast hátískuborginni Mílanó sem er þó svo margslungin og mögnuð að sækja heim.
Ferðin er líka í boði sérsniðin fyrir hópa
8 dagar / 7 nætur
Á áætlun: 7.-14. júní 2024
Jóga Nidra og Kundalini Jóga
Verð frá 249.000 kr.
Ítalía – Iseo vatn
Afslöppun í sveitarró
Dvöl á sveitahóteli hátt til fjalla við Iseovatnið, þar eru þrjár eyjar og munum við una í þeirri stærstu einn daginn. Við njótum kyrrðar og afslöppunar í sveitarró og förum í göngur út frá hótelinu í fallega náttúru með stórfenglegu útsýni. Borgin Veróna er heimsótt og hátískuborgin Mílanó.
Ferðin er 8 daga hæglætisferð – við lærum að una og njóta þess sem er, iðkum jóga nidra að morgni, veltum fyrir okkur hvað við viljum og setjum það sem ásetning inn í iðkunina. Gönguferðirnar miðast við getu hvers og eins.
8 dagar / 7 nætur
Vor / Sumar / Haust
Jóga nidra
Tilboð fyrir hópa
Slóvenía – Bled
Töfrandi fegurð
Slóvenía er land mikillar náttúrufegurðar með háum fjöllum og undirlendi og syðst liggur landið að Adríahafinu.
Bled vatn er sagt vera einn fallegasti staður í Evrópu og liggur í dal umkringt hæðum og snæviþöktum Ölpum þar sem Triglav tindur teygir sig upp í 2864 metra hæð.
Þetta er 8 daga hæglætisferð. Við unum í mikilli náttúrufegurð svæðisins við göngur um hæðir, gil og fjöll og njótum slakandi áhrifa sem ástundun yoga nidra gefur. Að auki förum við í dagsferð til Ljubljana sem nefnd hefur verið Litla Prag.
8 dagar / 7 nætur
Vor / Haust
Jóga nidra
Tilboð fyrir hópa
Tyrkland
Framandi heimur Tyrklands
Tyrkland er land margra heima með ríka menningu sem gerir það skemmtilegt ævintýr að heimsækja þetta land. Á suðvesturströnd Tyrklands er dvalið nærri strandbænum Fethiye sem liggur á móts við grísku eyjuna Rhodos. Undurfalleg náttúra, fagurblár sjór, framandi islömsk menning með moskum og bænakalli, spennandi matur, eldgömul saga, vagga Evrópu, fornar borgarústir, mjúkar strendur, bæir og sveitir.
8 dagar / 7 nætur
Vor / Haust
Val um Jóga Nidra eða Kundalini Jóga
Tilboð fyrir hópa
Tenerife
TENE – ekki bara til að TANA
Viltu losna úr drunga íslenska vetrarins og hlaða batteríin á eyju hins eilífa sumars? Annan hvern dag höldum við á vit ævintýra að loknum morgunnámskeiðum í jóga og sjálfsrækt – við förum í göngu nærri Teide eldfjalli, spókum okkur í Garachio sem er strandbær með laugum í flæðarmálinu. Hinn daginn eru rólegheit á dagskrá. Gististaður okkar er sannkallað listaverk gert af samspili náttúru og manns – Hacienda Cristoforo.
8 dagar / 7 nætur
Haust / Vetur / Vor
Jóga Nidra og Kundalini Jóga
Tilboð fyrir hópa
Spánn – Lloret de Mar
Jóga- og sjálfsræktarferð við töfrandi sólarströnd
8 daga dvöl í bænum Lloret de Mar við Costa Brava strönd í Katalóníu hvar auðveldlega má njóta sólbaða á mjúkri strönd. Við skoðum mannlíf miðbæjarins og dáumst að hvelfingum, spírum og röndóttri framhlið Sant Roma kirkjunnar við helsta torg bæjarins. Við göngum meðal limgerða og skoðum styttur og gosbrunna í garði Santa Clotilde með töfrandi útsýni yfir Miðjarðarhafið. Við förum í dagsferð til Montserrat fjallsins þar sem klaustur er staðsett í tröllslegri náttúru og skreppum yfir til nágrannabæjarins, Tossa de Mar.
Ferðin er líka í boði sérsniðin fyrir hópa
8 dagar / 7 nætur
Vor / Sumar
Jóga og sjálfsrækt
TIlboð fyrir hópa
Hópar
Ferðaplön má endurskoða og sérsníða fyrir hópa. Ef vilji er til dæmis fyrir gönguferðum eða hjólaferðum, heimsókn á vínbúgarð eða öðru, er komið til móts við óskir eins og hægt er.
Hægt er að velja gististaði sem eru í meiri ró ef óskað er eftir dvöl sem minnir á jóga athvarf og hægt að aðlaga dagskrá í samræmi við það. Þar getur komið til viðbótar nudd, heilun og meðferðir af ýmsu tagi.
Ertu jógakennari og langar í hlédrag (retreat) með hópinn þinn? Aðstoðum við að finna hentuga staði á Ítalíu, Portúgal og í Tyrklandi – og Íslandi.
Áfangastaðir
Viltu til Ítalíu, Slóveníu, Tyrklands eða Tenerife?
Heillar Ítalía þig? Þú getur valið ferð til Gardavatns, Iseovatns eða Como.
Sé dvalið við Garda má sigla til Sirmione eða annarra bæja í grennd. Við Iseovatn er dvalið i sveitakyrrð í fjallaþorpi hátt til fjalla, dögum varið í göngur og jóga og svo er siglt úr í fallegu eyjuna Monte Isola þar sem tíminn stendur allt að því kyrr. Comovatn er einstaklega rómantískt, þar unum við í göngum um gamlar rómverskar gönguleiðir og siglum til nálægra bæja á vatninu.
Slóvenía er yndislegt lítið land sunnan Alpa. Dvalið er við hið fagra Bled vatn og farið í dagsferð til höfuðborgarinnar Ljubljana. Farið er í göngur í nálægð við Bled sem státar af ótal gönguleiðum við hæfi allra.
Tenerife er eyja hins eilífa sumars og upplagt að heimsækja að vetrarlagi og njóta slökunar og jóga. Þeir sem ekki vilja slaka endalaust hafa ýmsa góða möguleika til að sjá fallega og stórbrotna náttúru á þessari fallegu eyju sem hefur svo margt fleira en túristastrendur.
Tyrkland er magnað land með eldgamla menningu og sögu og liggur á mótum álfanna Evrópu og Asíu með exotískt andrúmsloft. Dvalið er nærri bænum Fethyie á suðvesturströnd landsins, farið í siglingu og göngur og innsýn fengin í þá sérstöku menningu sem þarna er.
Gardavatn
Gardavatn er stærst ítölsku vatnanna og við það liggja margir sögufrægir bæir og gömul saga kúrir víða sem gaman er að gægjast inn í, hvort sem er inn í heim Rómverja, miðalda eða nútímans. Kastalar, virki, gamlar kirkjur og klaustur má sjá víða upp um hæðir með tignarleg fjöll Alpa í bakgrunni.
Iseo vatn
Iseo vatnið liggur í dal innan um hæðir og fjallstinda og þar eru fallegir bæir á vatnsbökkum og upp til fjalla, sumir þeirra litlir með sveitakyrrð og skemmtilegum gönguleiðum sem gönguþyrstir elska að þræða. Eyjan Monte Isola liggur í vatninu með sínu rólega yfirbragði, þar hafa íbúar lifað af fiskveiðum og ólífurækt um aldir.
Slóvenía
Slóvenía er land mikillar náttúrufegurðar og ein af perlum þess er hið töfrandi Bled vatn sem liggur í dal umkringt hæðum og Alpatindum. Sannkölluð draumaveröld með höllum og villum við bakkana og í vatninu kúrir eyja með sögufrægri kirkju. Önnur perla er hin snotra Ljubljana, með sinn fallega miðbæ við bakka árinnar Ljubljanicu.
Algengustu spurningarnar
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?
Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.
Hvernig jóga er kennt?
Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.
Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.
Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?
Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"
Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.
Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?
Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.
Henta þessar ferðir einstaklingum?
Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.