Tyrkland

Framandi heimur Tyrklands

Helstu upplýsingar

Lengd ferðar

8 dagar / 7 nætur

Tímabil

Vor/Haust

Tegund jóga

Val um Jóga Nidra eða Kundalini Jóga

Verð

Tilboð fyrir hópa

P

Innifalið

Flug, gisting með morgunverði, námskeið í jóga, dagsferðir með leiðsögn til bæjanna Fethiye, Dalyan, Kayakö og sigling um eyjar í Fethiye flóa,

Kennari og leiðsögumaður

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
leiðsögumaður og jógakennari

Um ferðina

Fethiye er við suðvesturströnd Tyrkland og liggur á sama stað og hin forna gríska borg Telemessos en minjar um þá borg má sjá til dæmis í útileikhúsi borgarinnar. Fethiye er staðsett við langa strönd hjá flóa með eyjum og fjöllum, og litur hafsins er fallega blár. Við bjóðum dvöl á hóteli nærri Fethiye, eða í jógaathvarfi í Muğla héraðinu þar sem friðsemdin ríkir. Í jógaathvarfi eru meiri rólegheit í boði og hægt að setja inn í dagskrá meira jóga, hugleiðslur og slökun ef óskað er.

Einnig er valkostur að dvelja um borð í seglskipi og sigla um Fethiye flóann með viðkomu í eyjum og gönguferðum um þær. Teknir eru þá 3-4 dagar í siglinguna eða ferðin lengd  sem því nemur.

Hápunktar ferðar

  • Fethiye
  • Dalyan
  • Kayakö
  • Fethiye flói
Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Dagur 1 - Ferðalag út

Flug til Dalaman flugvallar. Tekið er á móti hópnum á vellinum og ekið til gististaðar.

Dagur 2 - Njótum Fethiye

Að loknu jóga og morgunverði tökum við daginn rólega og förum í göngu um nærumhverfi gististaðar. Seinni hluti dagsins er frjáls. Langi þig til að njóta strandar og sjávar þá er stutt þangað.

Dagur 3 - Fornar rústir og steingrafir Dalyan

Eftir frískandi jóga og morgunverð er farið í miðbæ Dalyan bæjar sem er fyrrum fiskimannabær og staðsettur við kanal sem liggur niður til Iztusu strandarinnar. Þetta svæði er þekkt fyrir vernd á fágætri tegund skjaldbaka. Við fáum far með bát yfir kanalinn og göngum sem leið liggur inn í dalinn, fram hjá fornum steingröfum sem höggnar voru í klettabergið ofan bæjarins. Steingrafirnar eru frá 4. öld f. Kr. og voru fyrir eðalborið fólk af kóngaættum enda minna form og útlit á hof. Inni í gröfunum er steinhilla fyrir líkið og til hliðar sæti gerð úr steini sem voru fyrir gjafir færðar hinum látna.
Við göngum áfram til Kaunos, sem sýnir fornar rústir frá 4. öld f. Kr. þar sem má setja sig í spor genginna kynslóða. Hægt er að ganga upp á höfða ofan Kaunos og fá stórfenglegt útsýni yfir héraðið.
Þaðan göngum við svo til baka til Dalyan og komum okkur á gististaðinn okkar góða.

Dagur 4 - Dagurinn er þinn!

Frískandi jóga og hollur morgunverður bíður okkar að morgni og síðan er dagurinn alveg þinn.
Það er vel hægt að slaka heima og hafa það náðugt við sundlaug eða strönd. Hvernig væri að prófa tyrkneskt bað – eða leirböð eða ganga í náttúru nærri bænum?

Dagur 5 - Dagsferð til Kayaköy

Eftir jóga og morgunverð höldum við í dagsferð til hins sérstaka bæjar Kayaköy. Sérstaða hans verður öllum ljós þegar á staðinn kemur, hann lítur út dálítið eins og draugabær því hann var yfirgefinn árið 1923. Þar bjuggu þá Grikkir sem var gert að flytja til síns heimalands en engir Tyrkir fengust til að setjast að þar.
Við göngum um meðal húsanna og höldum síðan í göngu upp hæðina frá bænum og fylgjum stíg sem liggur meðfram ströndinni til fallegrar víkur sem ber nafnið Bláa lónið sökum síns fagurbláa litar. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er örlítið á fótinn en ætti að vera flestum vel fær. Við fegurð Bláa lónsins munum við una um tíma og halda svo áfram til bæjarins Ölüdeniz þar sem er undurfalleg og mjúk strönd og veitingastaðir.

Dagur 6 - Fethiye bær heimsóttur

Eftir jóga og morgunverð ferðumst við að hætti innfæddra og tökum strætó til Fethiye bæjar sem staðsettur er við langa strönd og meðfram henni eru margir veitingastaðir og kaffihús. Miðbær Fethyie er líflegur, í elsta hluta hans eru fjöldi verslana og við höfnina er fjörugt mannlíf þar sem fjöldi báta liggur við festar og veitiingastaði og kaffihús að finna sem liggja vel fyrir þá sem elska að njóta matar og mannlífs. Í bænum er einnig stór markaður einu sinni í viku þar sem bændur og handverksfólk úr héraði mæta með sínar vörur af öllu tagi.

Dagur 7 - Sigling um Fethiye flóann

Við hefjum daginn á jóga og morgunverði. Á dagskrá dagsins er sigling um flóann með viðkomu í eyjum og á fallegum ströndum.

Dagur 8 - Við tökum flugið heim.

Dagskrá ræðst af brottfarartíma á flugvelli.

Algengustu spurningarnar

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?

Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.

Hvernig jóga er kennt?

Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.

Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.

Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?

Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.

Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?

Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.

Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?

Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.

Henta þessar ferðir einstaklingum?

Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.

Umsagnir

Mæli heilshugar með

"Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalíni jóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð."

Frábær ferð

"Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

Skylduferð

"Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Besta sem ég hef gert fyrir mig ❤

Fór í jógaferð til Ítalíu með Guðrúnu og Sigríði Huldu í september sl. Þessi ferð er alveg ógleymanleg, sá auglýsinguna og bókaði mig og sá sko ekki eftir því. Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá öllu, hugsa um elsku sig -kynnast frábærum konum alstaðar af landinu komandi úr alskonar aðstæðum. Jógað-hugleiðslan-sjálfsræktin þetta var magnað . Mæli með þessu 100% og langar aftur. Nýti mér fullt af því sem ég lærði og lærði líka fullt um sjálfa mig. Þær tvær eru snillingar.

- Kolbrún Stefánsdóttir

Vel heppnuð ferð

Vel heppnuð ferð. Hjólaferðirnar hápunkturinn.

- Ingvar Jónsson

Gaman að koma til Salo

Lítill og fallegur bær. Stutt í allar áttir. Fórum til Verona í dagsferð sem var mjög skemmtilegt. Einnig var kvöldið á vínekrunni ógleymanlegt.

- Kim Juncker Nielsen

Jógatímarnir komu á óvart

Frábært að blanda saman hreyfingu og slökun. Jógatímarnir komu á óvart. Frábært umhverfi til fara í hjólaferðir.

- Gauti Marinósson

Góða fararstjórn

Frábær ferð þar sem allt var gert til að láta okkur líða vel. Góð fararstjórn.

- Arnar Halldórsson

Fallegur staður

Fallegur staður, fallegt hótel. Jógað og hjólaferðirnar voru frábærar. Maturinnn var líka frábær.

- Jóhann Gunnar Einarsso

Hafa samband