Tyrkland

Fethiye

Tyrkland er magnað land með eldgamla menningu og sögu þar sem vagga evrópskrar menningar á rætur. Landið liggur á mótum Evrópu og Asíu með exotískt og oft mjög heillandi andrúmsloft og stemmningu. Víða má sjá merki um horfna menningu í fornum rústum í bland við nútímalíf sem getur þó virkað fornfálegt á köflum, þar sem sums staðar ægir saman glæsibifreiðum innan um múlasna- og hestvagna. Kannski ómar bænakall úr nærliggjandi mosku og konur með blæjur ganga um innan um konur klæddar að vestrænum hætti. Þessi sérstaka blanda af gömlu og nýju og ólíkum menningarstraumum á einum stað gerir Tyrkland svo heillandi land að sækja heim.

Tyrkland er magnað land með eldgamla menningu og sögu þar sem vagga evrópskrar menningar á rætur. Landið liggur á mótum Evrópu og Asíu með exotískt og oft mjög heillandi andrúmsloft og stemmningu. Víða má sjá merki um horfna menningu í fornum rústum í bland við nútímalíf sem getur þó virkað fornfálegt á köflum, þar sem sums staðar ægir saman glæsibifreiðum innan um múlasna- og hestvagna. Kannski ómar bænakall úr nærliggjandi mosku og konur með blæjur ganga um innan um konur klæddar að vestrænum hætti. Þessi sérstaka blanda af gömlu og nýju og ólíkum menningarstraumum á einum stað gerir Tyrkland svo heillandi land að sækja heim.

Fethiye, bær með iðandi mannlíf og náttúrufegurð

Strandbærinn Fethiye telur um 80.000 íbúa og er á suðvesturströnd landsins í fögru umhverfi við Fethiyeflóa sem á sér ótal eyjar og vinsælt að sigla þar um. Fethiyebærinn iðar af lífi, bæði við höfnina þar sem fjöldi skipa liggur, inni í miðbænum þar sem kíkja má í litlar búðir sem einkennast af markaðsstemningu eða una sér við Çalış ströndina.
Borgin hefur séð tímana tvenna, var nefnd Telmessos á fimmtu öld fyrir Krist og í tímans rás hafa áhrif frá Hellenum, Persum, Býsanska veldinu og veldi Ottómana litað líf íbúa en í dag er Fethiye iðandi ferðamannabær ekki síst vegna staðsetningar sinnar, umlukt fagurbláum sjó á aðra hönd og fjöllum og hæðum á hina. Bærinn státar af Çalış strönd sem teygir sig fjóra kílómetra með lygnum sjó og þar er ljúft að sóla sig og baða, fara í göngutúr og njóta mannlífs og matar á kaffihúsi eða veitingastað þar og njóta undursamlegs útsýnis sem gefur oft litríkt sólarlag. Bærinn sjálfur er þessi skemmtilega blanda af fornu og nýju. Í miðbænum eru verslanir að vestrænum hætti, og í gamla miðbænum má komast í markaðsstemningu þar sem litlar búðir með ýmsum varningi er að finna undir léttu þaki. Á þriðjudögum er markaður í miðbænum þar sem bændur og búalið úr héraðinu bjóða ýmislegt til sölu.

Ævaforn saga

Ævaforn saga bæjarins leynir sér ekki, í klettum í fjallinu ofan miðbæjarins má sjá fornar steingrafir, á hæð skammt frá bænum eru minjar kastala sem byggður var á 11. öld, og í bænum sjálfum er rómverskt hringleikahús. Steingrafirnar ofan bæjarins eru 2400 ára gamlar og höggnar inn í kletta í bogastíl. Að þeirri glæstustu eru höggvin 220 þrep í bergið hvar finna má áletrun um Amyntas sem þar hvílir sínar jarðnesku leifar, en hann stjórnaði borginni í tíð Hellena. Steingröf hans er í lögun sem hof með jónískum súlum sem eru 15 metra háar. Það tíðkaðist að gera hinum hæst settu slíkar steingrafir því trúin var að andar ættu auðveldara með að flytja sálir hinna dánu til uppheima frá gröfum staðsettum svo hátt uppi.
Fyrir áhugafólk um sögu má skoða merkilegt safn bæjarins sem er staðsett í miðbænum og varðveitir minjar allt frá 8. öld fyrir Krist. Einnig má ganga að rómverska leikhúsinu skammt frá höfninni sem var byggt á 2. öld fyrir Krist og tók 5000 áhorfendur í sæti.

Ævaforn saga

Ævaforn saga bæjarins leynir sér ekki, í klettum í fjallinu ofan miðbæjarins má sjá fornar steingrafir, á hæð skammt frá bænum eru minjar kastala sem byggður var á 11. öld, og í bænum sjálfum er rómverskt hringleikahús. Steingrafirnar ofan bæjarins eru 2400 ára gamlar og höggnar inn í kletta í bogastíl. Að þeirri glæstustu eru höggvin 220 þrep í bergið hvar finna má áletrun um Amyntas sem þar hvílir sínar jarðnesku leifar, en hann stjórnaði borginni í tíð Hellena. Steingröf hans er í lögun sem hof með jónískum súlum sem eru 15 metra háar. Það tíðkaðist að gera hinum hæst settu slíkar steingrafir því trúin var að andar ættu auðveldara með að flytja sálir hinna dánu til uppheima frá gröfum staðsettum svo hátt uppi.
Fyrir áhugafólk um sögu má skoða merkilegt safn bæjarins sem er staðsett í miðbænum og varðveitir minjar allt frá 8. öld fyrir Krist. Einnig má ganga að rómverska leikhúsinu skammt frá höfninni sem var byggt á 2. öld fyrir Krist og tók 5000 áhorfendur í sæti.

Eyjasiglingar

Við höfnina má líta skóg af siglutrjám og kvikni löngun í siglingu liggja ótal bátar við festar sem bjóða ferðir, hvort sem er dagsferðir að eyjum í Fethiye flóanum eða nokkurra daga ferðir meðfram ströndinni með viðkomu í bæjum og á fallegum stöðum eða að sigla jafnvel til grísku eyjanna.

 

Fiðrildadalur

Frá Fethiye er ekki langt að fara til að komast í fallega náttúru eða sögustaði. Fiðrildadalur er nefndur svo eftir þeim ótal fjölda fiðrilda sem þar hafa aðsetur. Dalurinn hefur yfirbragð frelsis, þangað sækja bakpokaferðamenn og hippar, hægt er að ganga þar um stíga í fallegri villtri náttúru dalsins inn að fossi sem þar fellur. Besta leiðin til að komast að dalnum er með bát frá Fethiye eða Bláa lóninu.

Bláa lónið

Bláa lónið er réttnefni, vatnið er fagurblátt og lónið liggur í miklu skjóli fyrir bæði öldum hafsins og vindumi. Handan lónsins er löng strönd þar sem sóldýrkendur njóta sín og þeir sem vilja njóta ægifagurs útsýnis geta skellt sér í fallhlífarsvif af 1950 metra háum tindi og svifið um í 30-60 mínútur áður en lent er á hvítri sandströndinni.

 

Kayaköy

Skemmtileg og falleg gönguleið liggur frá Bláa lóninu yfir til hins sérstaka bæjar Kayaköy. Sérstaða hans verður öllum ljós þegar leið nálgast þangað því hann lítur út dálítið eins og draugabær. Bærinn var yfirgefinn árið 1923, þá bjuggu þar Grikkir sem var gert að flytja til síns heimalands en engir Tyrkir fengust til að setjast að þar og bærinn drabbaðist niður. Það eru skrýtnar tilfinningar sem fara um mann þegar gengnar eru þessar gömlu götur innan um húsarústir.

Dalyan og Kaunos

Dalyan er nágrannabær Fethiye, fyrrum fiskimannabær sem telur um 8000 íbúa og er staðsettur við kanal sem liggur til Iztusu strandarinnar. Þetta svæði er þekkt fyrir vernd á fágætri tegund skjaldbaka. Farið er yfir kanalinn og ganga má sem leið liggur inn í dalinn, fram hjá fornum steingröfum sem höggnar voru í klettabergið ofan bæjarins. Steingrafirnar eru frá 4. öld f. Kr. og voru fyrir eðalborið fólk af kóngaættum enda minna form og útlit á hof. Inni í gröfunum er steinhilla fyrir líkið og til hliðar sæti gerð úr steini sem voru fyrir gjafir færðar hinum látna.
Ganga má áfram dalinn til Kaunos, sem sýnir fornar rústir frá 4. öld f. Kaunos var fyrrum hafnarborg en árframburður hefur í tímans rás fyllt upp landið svo nú er bærinn staðsettur nokkra kílómetra inn í landi. Hægt er að ganga upp á Kaunoshæðina og fá stórfenglegt útsýni yfir héraðið.

Algengustu spurningarnar

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?

Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.

Hvernig jóga er kennt?

Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.

Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.

Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?

Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.

Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?

Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.

Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?

Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.

Henta þessar ferðir einstaklingum?

Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.

Umsagnir

Mæli heilshugar með

"Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalíni jóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð."

Frábær ferð

"Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

Skylduferð

"Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Besta sem ég hef gert fyrir mig ❤

Fór í jógaferð til Ítalíu með Guðrúnu og Sigríði Huldu í september sl. Þessi ferð er alveg ógleymanleg, sá auglýsinguna og bókaði mig og sá sko ekki eftir því. Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá öllu, hugsa um elsku sig -kynnast frábærum konum alstaðar af landinu komandi úr alskonar aðstæðum. Jógað-hugleiðslan-sjálfsræktin þetta var magnað . Mæli með þessu 100% og langar aftur. Nýti mér fullt af því sem ég lærði og lærði líka fullt um sjálfa mig. Þær tvær eru snillingar.

- Kolbrún Stefánsdóttir

Vel heppnuð ferð

Vel heppnuð ferð. Hjólaferðirnar hápunkturinn.

- Ingvar Jónsson

Gaman að koma til Salo

Lítill og fallegur bær. Stutt í allar áttir. Fórum til Verona í dagsferð sem var mjög skemmtilegt. Einnig var kvöldið á vínekrunni ógleymanlegt.

- Kim Juncker Nielsen

Jógatímarnir komu á óvart

Frábært að blanda saman hreyfingu og slökun. Jógatímarnir komu á óvart. Frábært umhverfi til fara í hjólaferðir.

- Gauti Marinósson

Góða fararstjórn

Frábær ferð þar sem allt var gert til að láta okkur líða vel. Góð fararstjórn.

- Arnar Halldórsson

Fallegur staður

Fallegur staður, fallegt hótel. Jógað og hjólaferðirnar voru frábærar. Maturinnn var líka frábær.

- Jóhann Gunnar Einarsso

Hafa samband