SPÁNN – LLORET DE MAR

Jóga- og sjálfsræktarferð við töfrandi sólarströnd

Helstu upplýsingar

Lengd ferðar

8 dagar / 7 nætur

Tímabil

Vor / Sumar

Tegund jóga

Jóga og sjálfsrækt

Verð

Tilboð fyrir hópa

P

Innifalið

Flug, dvöl á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði í bænum
Lloret de Mar á Spáni, námskeið með áherslu á jóga og sjálfsrækt – sjálfseflingu, hvíld og endurnæringu, dagsferðir til Montserrat, Tossa de Mar og lystigarð Santa Clotilde, ferðir til og frá flugvelli.

Kennarar

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, leiðsögumaður og jógakennari.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, MBA og MA í náms- og starfsráðgjöf, eigandi SHJ ráðgjafar.

Um ferðina

Námskeið í jóga með áherslu á heilun og slökun. Við iðkum jóga til sjálfstyrkingar og djúprar slökunar en lærum einnig leiðir til að stunda núvitund, hugleiðslu og slökun í daglegu lífi. Í sjálfsrækt hugum við að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu okkar, vellíðan og velferð. Sjálfsræktin fer að hluta til fram utandyra.

Allt í sömu ferð: Friður, íhugun, styrkleikar, gleði, jafnvægi, skemmtun, sérstaða, markmið, flæði, núvitund, sóknarfæri, upplifun, slökun, hugsanir og viðhorf.

Hagnýt heilsueflandi dagskrá fyrir hádegið, frjáls tími eftir hádegið en einnig í boði ólíkar styttri ferðir fyrir þau sem vilja. Seinni hluta dags verður farið í dagsferðir til Montserrat, fjallsins helga og til huggulega nágrannabæjarins Tossa del Mar og gönguferð í lystigarð Sankti Clotilde. Á frjálsum dögum má fara í hjólaferð, slaka á strönd eða í sundlaugargarði eða það sem hentar best til að ná góðri jarðtengingu og góðri hvíld, slökun og endurnæringu.

Hápunktar ferðar

  • Costa Brava ströndin
  • Lystigarður Santa Clotilde
  • Miðaldabærinn Tossa de Mar
  • Montserrat, fjallið helga
  • Lloret de Mar – bær sólar og fagurra stranda
Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Dagur 1 - Ferðadagur

Flug til Barcelona. Ekið með rútu til hótels í Lloret de Mar.

Dagur 2 - Kynnumst Lloret, bænum okkar

Morgunjóga, morgunverður og sjálfsrækt. Eftir hádegi eigum við frjálsan dag og í boði að fara í göngu um nærumhverfi hótelsins sem er staðsett í hjarta Costa Brava strandarinnar. Þar liðast gönguleiðin Camí de Ronda með sínum draumkenndu víkum og stórbrotnu útsýni eftir strandlengjunni. Gönguleiðin er rúmlega 400 km löng, liggur með Costa Brava ströndinni og er vinsæl af útivistarfólki. Saga bæjarins nær aftur til ársins 1001 þegar hann var stofnaður og á það minna bæði miðaldakastalinn Castell de Sant Joan og Sant Romà kirkja sem staðsett er í sínum glöðu litum í hjarta bæjarins.

Hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá miðbænum, þar sem helstu verslanir og

veitingastaðir eru. Þessi staðsetning gerir kleift að njóta andrúmsloftsins í Lloret

bænum sem og friðsemd og fegurð í víkum og ströndum, tákni Costa Brava.

Dagur 3 - Lystigarðurinn hennar Sánkti Klotildu

Morgunjóga, morgunverður og sjálfsrækt. Eftir hádegi eigum við frjálsan dag og í boði að fara í göngu með fallegum ströndum bæjarins. Á leið okkar heilsum við bronsstyttunni eftir Ernest Maragall, sem sýnir sjómannskonu horfa til hafs. Við fylgjum gönguleið áfram með klettóttri strönd og yfir höfða með stórkostlegu útsýni að lystigarðinum Santa Clotilde sem er sögufrægur og afar fallegur og rómantískur.

Garðurinn er staðsettur á töfrandi stað með frábæru sjávarútsýni. Arkitektinn Nicolau Maria Rubió i Tudurí, hannaði garðinn árið 1919 eftir að hafa verið fenginn í verkið af markgreifanum af Roviralta, sem var læknir, og vildi garð í endurreisnarstíl til minningar um eiginkonu sína Clotilde en hún lést ung.

Um allan garðinn birtast skábrautir, stígar og tröppur þvers og kruss. Það leynist líka ýmislegt  áhugavert sem gefur garðinum töfra, eins og styttur, gosbrunnar og tjarnir. Jafnvægið á milli rýmis og lita, ásamt landslaginu, gera garðinn að stað með einstakri fagurfræðilegri fegurð.

Aðgangseyri greiðir hver fyrir sig.

Dagur 4 - Heimsækjum Tossa de Mar, bæinn með miðaldayfirbragði

Morgunjóga og morgunverður. Eftir hádegi gefst kostur á að fara til Tossa de Mar sem er vinsæll bær við Costa Brava ströndina. Við tökum bát og njótum siglingar með klettum og ströndum yfir að bænum sem státar af fallegum og vel varðveittum miðaldabyggingum í gamla Vila Vella hverfinu, eins og virkisveggjum, turnum og kirkjum, sumt byggt á 12. öld. Það er falleg sjón að koma siglandi að bænum og sjá virkisveggi og turnana fjóra ramma inn gamla bæjarhlutann. Bærinn hefur mikinn sjarma, þar sem brattar steinsteyptar götur frá blómaskeiði borgarinnar á 15. og 16. öld liðast innan gamla borgarmúrsins. Aðgang í bátinn greiðir hver fyrir sig.

Dagur 5 - Dagurinn er þinn!

Morgunjóga, morgunverður og sjálfsrækt. Eftir hádegi er dagurinn þinn hvort sem það er í göngu með ströndinni, sólbaði, slökun við hótelið eða hverju sem hugurinn girnist.

Dagur 6 - Dagsferð til Montserrat, fjallsins helga

Morgunjóga og morgunverður. Dagsferð til Montserrat fjallsins, fjallsins helga. Þegar ferðast er um í Katalóníu má víða sjá til fjallsins Montserrat sem skagar upp úr umhverfinu með sinni sérkennilegu lögun. Þaðan gefst stórfenglegt útsýni í allar áttir frá þessu stórbrotna fjalli en heiti þess þýðir “sagað fjall” á katalónsku. Þetta nafn er fjallinu gefið vegna merkilegrar jarðfræði, þar sem svo virðist sem reynt hafi verið að skera fjallið með risastórri sög. Duttlungafull form þessa merka fjalls eru afleiðing af jarðfræðilegu ferli sem hefur staðið yfir um aldir. Fjallið varð til fyrir 45 milljónum ára og þjóðsagan segir að englar hafi stigið niður af himni og mótað brúnir og hryggi fjallsins með hjálp gullsagar. 

Montserrat er önnur stærsta pílagrímamiðstöð Spánar. Við munum heimsækja fallega basilíku með mynd af svartri madonnu og í nágrenninu er hægt að fara í göngu til að njóta fagurs útsýnis.

Dagur 7 - Dagurinn er þinn!

Morgunjóga, morgunverður og sjálfsrækt. Og dagurinn er þinn!

Dagur 8 - Ferðadagur heim

Við kveðjum Lloret de Mar bæinn og höldum til flugvallarins. Flug verður tekið frá Barcelona  og við lendum í Keflavík, vel hvíld og nærð eftir jóga og sjálfsrækt við Costa Brava strönd.

Algengustu spurningarnar

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?

Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.

Hvernig jóga er kennt?

Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.

Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.

Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?

Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.

Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?

Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.

Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?

Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.

Henta þessar ferðir einstaklingum?

Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.

Umsagnir

Mæli heilshugar með

"Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalíni jóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð."

Frábær ferð

"Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

Skylduferð

"Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Besta sem ég hef gert fyrir mig ❤

Fór í jógaferð til Ítalíu með Guðrúnu og Sigríði Huldu í september sl. Þessi ferð er alveg ógleymanleg, sá auglýsinguna og bókaði mig og sá sko ekki eftir því. Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá öllu, hugsa um elsku sig -kynnast frábærum konum alstaðar af landinu komandi úr alskonar aðstæðum. Jógað-hugleiðslan-sjálfsræktin þetta var magnað . Mæli með þessu 100% og langar aftur. Nýti mér fullt af því sem ég lærði og lærði líka fullt um sjálfa mig. Þær tvær eru snillingar.

- Kolbrún Stefánsdóttir

Vel heppnuð ferð

Vel heppnuð ferð. Hjólaferðirnar hápunkturinn.

- Ingvar Jónsson

Gaman að koma til Salo

Lítill og fallegur bær. Stutt í allar áttir. Fórum til Verona í dagsferð sem var mjög skemmtilegt. Einnig var kvöldið á vínekrunni ógleymanlegt.

- Kim Juncker Nielsen

Jógatímarnir komu á óvart

Frábært að blanda saman hreyfingu og slökun. Jógatímarnir komu á óvart. Frábært umhverfi til fara í hjólaferðir.

- Gauti Marinósson

Góða fararstjórn

Frábær ferð þar sem allt var gert til að láta okkur líða vel. Góð fararstjórn.

- Arnar Halldórsson

Fallegur staður

Fallegur staður, fallegt hótel. Jógað og hjólaferðirnar voru frábærar. Maturinnn var líka frábær.

- Jóhann Gunnar Einarsso

Hafa samband