Skilmálar Eilífðarsólar ehf.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um skilmála fyrirtækisins sem við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér vel.

Skilmálar

  1. VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR
    1. Verðupplýsingar í ferðum okkar eru réttar með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi við það.
    2. Við áskiljum okkur einnig rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum.
    3. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum, enda er allt efni vefsins birt með fyrirvara um villur.
  2. INNIFALIÐ Í VERÐI
    1. Flug, flugvallarskattar, gisting og fararstjórn. Í flestum ferðum eru jóganámskeið, skoðunar- eða fræðsluferðir innifaldar og þá er það tekið fram í lýsingu.
  3. GREIÐSLUSKILMÁLAR
    1. Staðfesta skal þátttöku í ferð með greiðslu sem tekin er fram í lýsingu á ferð. Greiðslu skal leggja inn á bankareikning Eilífðarsólar ehf. Staðfestingargjald er óendurkræft. Greiða má heildarupphæð í einni greiðslu eða með greiðsludreifingu í 2 jafnar greiðslur en ferð verður að vera fullu greidd þrem vikum fyrir brottför.
  4. AFGREIÐSLUGJALD
    1. Í samræmi við samþykkt Samtaka ferðaþjónustunnar greiðist þjónustugjald, 3.500 fyrir hverja sérpöntun á þjónustu erlendis. Fyrir aðra þjónustu þegar ekki er keypt flug greiðist þjónustugjald 7.000. Bókunarfyrirvari er yfirleitt enginn.
  5. BREYTINGARGJALD
    1. Ferðapöntun er fastsett með greiðslu við pöntun. Ef farþegi óskar breytinga er breytingargjald 5.000 fyrir hverja bókun. Til slíkra breytinga teljast m.a. breytingar á fjölda farþega á bókun, breyting á gististað, breyting á dagsetningum eða áfangastað.
  6. AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA FERÐA
    1. Sé afpöntun gerð innan viku frá því að pöntun var gerð og lágmark 6-8 vikur eru í brottför, heldur ferðaskrifstofan eftir 4.900 kr. þjónustugjaldi á bókun.
    2. Sé ferð afpöntuð meira en viku frá pöntun en þó 15 virkum dögum fyrir brottför eða fyrr áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda eftir 50% af verði ferðar.
    3. Sé ferð afpöntuð 3-14 virkum dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af verði ferðarinnar.
    4. Sé ferð afpöntuð skemur en 3 virkum dögum fyrir brottför er engin endurgreiðsla. Þegar reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
    5. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
  7. FORFALLAGJALD
    1. Ferðaskrifstofan ráðleggur öllum sínum farþegum að verða sér út um forfallatryggingu hjá tryggingafélagi. Ferðaskrifstofan býður viðskiptavinum sínum að greiða forfallagjald hjá þeim flugfélögum sem bjóða slíka þjónustu.
  8. VEIKINDI EÐA SLYS ERLENDIS
    1. Kynntu þér vel síðu Sjúkatrygginga Íslands en þar er hægt að sækja um Evrópska sjúkratryggingakortið og er rétt að gera það ekki síðar en tíu dögum fyrir brottför.
  9. BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI
    1. Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fást á textavarpi, bls. 420-421 og inn á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Brottfarar- og komutímar er ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Í tengslum við allt flug bjóðast rútuferðir frá BSÍ í Reykjavík. Farþegar skulu mæta á BSÍ um 3 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs.
  10. TENGIFLUG
    1. Sé ferðin skipulögð þannig að um tengiflug er að ræða ber farþegi ábyrgð á að koma sér, og sínum farangri ef svo ber undir, í næsta flug á réttum tíma.
  11. FARANGUR
    1. Upplýsingar um leyfilegan farangur í flugi fást á vef Keflavíkurflugvallar eða hjá viðkomandi flugfélagi. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða ef hann berst farþega seint.
  12. GISTING OG AÐSTAÐA
    1. Gistilýsingar byggjast að hluta á upplýsingum frá stjórn gististaðanna en einnig á mati starfsfólks ferðaskrifstofunnar. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef loftkæling bilar eða sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða endurnýjunar.
  13. FÆÐI
    1. Morgunmatur er oftast innifalinn í gistiverði á hótelum nema þess sé sérstaklega getið í ferðalýsingu. Einnig er þess getið ef hálft fæði er í boði.
  14. SÉRÓSKIR
    1. Ferðaskrifstofan er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé mætt umfram það sem getið er í gistilýsingum.
  15. VERÐMÆTI
    1. Mælt er eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í vistarverum. Hvorki gististaðir né ferðaskrifstofan eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.
  16. SKOÐUNARFERÐIR
    1. Fararstjórar leiða fræðslu- og skoðunarferðir eins og þær eru kynntar hjá ferðaskrifstofunni. Nánari kynningu fá farþegar hjá fararstjóra á ákvörðunarstað eða í kynningu fyrir ferð.
  17. VANDAMÁL
    1. Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra sem reynir að leysa málið. Ef það tekst ekki getur farþeginn sent skriflega kvörtun um málið til ferðaskrifstofunnar í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferð lauk í samræmi við almenna ferðaskilmála Samtaka ferðaþjónustunnar. Þegar málið er afgreitt fær viðkomandi senda skriflega niðurstöðu. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við fararstjóra meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Vinsamlegast sendið athugasemdir í tölvupósti á gudrun@eilifdarsol.is.

 

Hafa samband

Kennitala 610313-1240
Vsk nr. 113641
Hafa samband

Guðrún Ingibjörg
Jógakennari

894 8779
gudrun@eilifdarsol.is