Ítölsku vötnin
Jógaferðir til Gardavatnsins og Iseovatnsins með Eilífðarsól
Gardavatn | Iseo Vatn | Ítalía
Þótt sumarið láti bíða eftir sér hér á Fróni þá má alltaf láta hugann líða inn í draumaland þar sem ríkir gott veður og fegurð blasir við allt um kring. Hvað með að forvitnast um ítölsku vötnin en Eilífðarsól býður jógaferð í september til Gardavatns og hópar sem sækjast eftir hæglætisferð með gönguferðum og jóga geta bókað sig í ferð til Iseovatnsins.
Stöðuvötn þar sem tindar Alpa spegla sig
Bæði þessi vötn liggja sunnan undir Ölpunum í nyrsta hluta Langbarðalands. Þegar horft er yfir þessi fallegu vötn má reyna að gera sér í hugarlund hvernig náttúruöflin mynduðu þessa fegurð þar sem snarbrött fjöll ramma inn myndina. Með hjaðnandi ísöld tóku jöklar að bráðna og eldvirkni jókst, fjallgarðar og hæðir við rætur Alpafjalla mynduðust, jöklar skildu eftir jökullón sem urðu stór stöðuvötn við rætur Alpafjalla; Garda og Iseo.
Þótt svo norðarlega sé á Ítalíu er loftslag er að jafnaði milt við vötnin svo þar þrífst Miðjarðarhafsgróður og víða liðast ólífu- og vínekrur um hæðir og pílviðartré og pálmatré standa státin við bakka.
Jógaferðir – hæglætisferð til sveitarkyrrðar Iseovatnsins
Eilífðarsól býður hæglætisferð með göngferðum til Iseovatnsins en hótelið sem dvalið er á er í fjallaþorpi og margar skemmtilegar gönguleiðir þar í boði sem gefa kost á undurfögru útsýni yfir vatnið og fjöllin í kring. Skammt er að ganga að Piramides, sérkennilegum bergstrýtum sem tróna yfir í miklu gljúfri neðan við fjallaþorpið Zone, myndaðar af rofi vatns í miklum flóðum. Sveitarkyrrðin umlykur og heyra má bjöllur kúnna í fjarska sem eru á beit í skóginum þar nærri. Velja má að fara í dagsferðir úr sveitarrónni til borgarskarkala eins og Verónaborgar eða sigla út í rósömu eyjuna Monte Isola sem liggur í Iseovatninu. Hótelið er staðsett efst í fjallaþorpi og hafi einhver lesið söguna um Heiðu forðum þá er hér komið líkt sögusvið og hjá henni, afa og Pétri!
Hér má lesa um jógaferð til Iseovatnsins: https://eilifdarsol.is/ferdirnar-okkar/afsloppun-og-sveitaro-vid-iseo-vatn/
Jógaferðir – jógaferð til Gardavatnsins með dagsferðum í grennd við vatnið
Eilífðarsól býður jógaferðir til Gardavatnsins, þar sem unnt er að velja dvöl í bænum Salo sem er einn af stærri bæjunum við vatnið. Þar er lifandi mannlíf í miðbæ, með verslunargötu, gangandi fólki með vatnsbakka, kaffihúsum og veitingastöðum; með bátaumferð og tíðum ferðum ferjunnar. Eða ef vilji er fyrir rólegri ferð má velja dvöl í bænum Moniga del Garda þar sem er meiri ró, og styttri ganga að vatninu en hægt að skreppa í dagsferðir eins og til Isola del Garda eyjunnar, og í göngu upp á höfðann Rocca di Manerba sem gefur fallegt útsýni yfir vatn og nærliggjandi svæði.
Ferjusigling að hætti innfæddra
Við bæði Iseovatn og Gardavatn eru tíðar ferjusamgöngur og það er skemmtilegt að haga sér að hætti innfæddra og skella sér um borð í ferjuna sem hefur viðkomu á ýmsum stöðum við vatnið. Við bæði vötnin er siglt á milli bæja, hægt að hoppa í land og rölta um, finna ólíkar byggingar, sumar fornar rómverskar; kastala, kirkjur, lystihallir og skrúðgarða; fara í krefjandi göngu eða bara njóta mannlífsins áður en aftur er farið um borð í ferjuna til baka.
Viltu með í jógaferð í haust?
Jógaferði verður til Garda haustið 2024 með dvöl í bænum Salo, 7.-14. september með Sigríði Huldu Jónsdóttur og Guðrúnu Ingibjörgu Hálfdanardóttur https://eilifdarsol.is/ferdirnar-okkar/joga-og-sjalfsraekt-gardavatn/
September er góður tími við Gardavatn, hitastig er í kringum 20-25 stig og mesta önn ferðamanna við vatnið gengin yfir. Frábær tími til að hlaða andleg og líkamleg batterí fyrir veturinn!
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
9. Jul, 2024