Hvað er það við Garda?

Hvaða töfrar liggja þar í loftinu?

Blogg | Ferðirnar okkar | Gardavatn | Ítalía

Hvað er það sem gerir að fólk talar með hlýju um Gardavatn; að fólk sækist eftir að fara þangað – og margir aftur og aftur?

Fagrar listir

Allt frá fornum tímum hefur Gardavatn verið rómað fyrir fegurð og listamenn höfðu það að sið að fara í Grand Tour að loknu listnámi sínu, fóru þá til Ítalíu að kynnast verkum fornu meistaranna og heimsóttu margir Gardavatn. Það gerði Einar Jónsson, okkar fyrsti myndhöggvari að loknu listnámi í Kaupmannahöfn, þessi ótrúlega einbeitti sveitastrákur úr Hreppunum.

Ægifegurð

Kannski er það fegurðin – feiknastórt stöðuvatn andspænis snarbröttum fjöllum; tært vatnið með öldum sem hjala við steina, kletta og litlar bryggjur; litlir snotrir bæir, sumir við vatnsbakka, sumir við undirlendi, með huggulegheitum sem einkenna Ítalíu eins og steinlögðum gönguleiðum með strönd, torgum, kirkjum, köstulum og virkjum, blómaskreytingum gerðum af natni innan um sítrustré, kýprusvið, pálmatré, pílvið …. og kannski má sjá til akra sem sýna vínvið og ólífutré liðast eftir landslaginu ….

Rómantíkin eða pranan

Kannski þetta allt, og framandleikinn sem fylgir því að fara á stað þar sem ferðast má með bát  eða ferju milli bæja við vatnið eða út í nærliggjandi eyjar? Kannski er það rómantíkin sem fylgir því að sjá þessa fegurð náttúru í bland við lystigarða, lystihallir og villur? Eða kannski er það pranan – lífsorkan – sem fylgir því að vera í fegurð og njóta hennar í fullkominni meðvitund?

Vera í slökun og hvíld eða um hvippinn og hvappinn? 

Reynslan hefur kennt okkur að hafa mátulega blöndu af skipulagðri dagskrá og frjálsum tíma í ferðunum okkar svo sveigjanleiki sé fyrir hendi að vera aktíf ef vill og fara um og skoða bæi við vatnið – eða bara hvílast, njóta og vera að loknu námskeiði dagsins, jóga eða sjálfsrækt eða hvorutveggja sem er lokið um hádegisbil.

Batteríshleðsla í jógaferð  með Eilífðarsól

Hvað sem það nú er við Garda þá er Eilífðarsól með jógaferðir til Gardavatnsins. Vijirðu lengja sumarið þitt þá erum við yfirleitt með jógaferðir á haustin, í september og október. Hitastig er þá ljúft, um 20-25 gráður, mestu sumarhitar yfirstaðnir sem og ferðamannatraffík, og því góður tími til að hlaða batteríin sín fyrir veturinn.

Jógaferðir til Garda með Eilífðarsól eru  https://eilifdarsol.is/ferdirnar-okkar/joga-og-sjalfsraekt-gardavatn/  og https://eilifdarsol.is/ferdirnar-okkar/gardavatn-lystisemdir-italiu/ – en ferðirnar má sérsníða að þörfum fyrir hópa.

 

<h4>Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir</h4>

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir

Leiðsögumaður og jógakennari

27. Aug, 2024