ÍTALÍA – SIKILEY
Sjö dagar af vellíðan
Helstu upplýsingar
Lengd ferðar
7 dagar / 6 nætur
Tímabil
28. ágúst – 3. september 2022
Tegund jóga
Jóga Nidra og Kundalini jóga
Verð
Frá 319.000 kr. til 349.000 kr. eftir vali á herbergi
Án flugs: Frá 259.000 kr. til 289.000 kr. eftir vali á herbergi
Innifalið
Flug, ferðir til og frá flugvelli, (Catania eða Comiso) gisting með þrem máltíðum á dag, þar af þrisvar á veitingastað, jóga nidra og kundalini jóga, þrjár skoðunarferðir.
Kennarar
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
leiðsögumaður og jógakennari
Estrid Þorvaldsdóttir
leiðsögumaður og jógakennari
Um ferðina
Sjö daga dvöl í 19. aldar lúxusvillu, Villa Cammaratini sem er með einkasundlaug og fallegri náttúru í kring á hinni rómuðu eyju Sikiley. Í ilmi af sítrónu- og ólífutrjám færðu að njóta daglegra jógatíma og hugleiðslu en einnig nægs tíma fyrir algjöra slökun við sundlaugina í kyrrð og þögn staðarins.
Við förum í skoðunarferðir og upplifum náttúruperluna Vendicari við ströndina og skoðum bæinn Modica sem er á menningarlista UNESCO. Við heimsækjum eina af elstu súkkulaði verksmiðjum Sikileyjar og einnig verður vínsmökkun og kvöldverðir á völdum veitingastöðum.
Á meðan á dvölinni stendur mun einkakokkur annast þrjár daglegar máltíðir, með lífrænt ræktuðu hráefni úr héraði – og ást!
Hápunktar ferðar
- Sveitasetrið Villa Cammaratini
- Modica, bær á náttúruminjaskrá
- Vendicari, friðuð náttúruperla
- Bonajuto súkkulaðigerð
- Innsýn í menningu, vín- og matargerð eyjarinnar
Dagur 1
Flug til Mílanó og áfram til Sikileyjar. Ekið með rútu til Villa Cammaratini.
Dagur 2
Morgunjóga og morgunverður. Við njótum kyrrðar og fegurðar staðarins, kannski við sundlaugina, í sólbaði eða í skugga trjánna. Húsakostur lúxusvillunnar hefur fengið að halda ósnortnum byggingareinkennum hefðbundinna sikileyskra sveitahúsa með sínum þykku veggjum til að mæta betur
hita sumra og kulda vetra. Síðdegis njótum við jóga nidra
Dagur 3
Morgunjóga og morgunverður. Slökun og hvíld að hætti hvers og eins. Eftir hádegið förum við með rútu til Vindicari og eftir að hafa notið slökunar á ströndinni þar förum við til Portopalo bæjar og borðum kvöldverð á fisk veitingastað áður en haldið er heim til villunnar.
Dagur 4
Morgunjóga og morgunverður og slökun og hvíld að hætti hvers og eins. Síðdegis förum við með rútu í menningarferð til borgarinnar Modica sem er á minjaskrá UNESCO. Við förum þar í heimsókn í hina frægu Bonajuto súkkulaðiverksmiðju þar sem allt er handgert og fáum að smakka á afurðinni sem og á hefðbundinni köku Sikileyjar. Kvöldverð snæðum við á bóndabýli þar nærri.
Dagur 5
Morgunjóga og morgunverður og slökun og hvíld að hætti hvers og eins. Síðdegis verður haldið til borgarinnar Scicli þar sem við kynnumst menningu, mat og vínum. Við heimsækjum vínbúgarð en sikileysk vín eru annáluð fyrir dásamlegan keim.
Dagur 6
Við hefjum daginn á jóga og morgunverði. Það sem eftir er dags er frjáls tími.
Dagur 7
Ferðalag heim. Við kveðjum villuna Cammaratini og höldum til flugvallarins. Flug verður tekið til Malpensa og svo lendum við í Keflavík snemma að kvöldi, vel hvíld og nærð eftir sumarauka á Sikiley.
Algengustu spurningarnar
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?
Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.
Hvernig jóga er kennt?
Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.
Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.
Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?
Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"
Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.
Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?
Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.
Henta þessar ferðir einstaklingum?
Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.
Umsagnir
Hafa samband

Hafa samband
Guðrún Ingibjörg
Jógakennari
Skilmálar
Fylgdu okkur

