Ítalía
Mílanó
Sagt hefur verið um borgirnar Róm og Mílanó að Róm geymi hjarta Ítalíu og Mílanó höfuðið. Einnig er til er ítalskt orðasamband sem segir Róm vera hina vel vöxnu mey sem öllum er ljóst að hefur ýmislegt til að bera meðan Mílanó er feimin stúlka sem heldur sig til hlés en býr yfir stórum kostum sem tíminn einn leiðir í ljós. Velta má fyrir sér hvort hér skíni milli lína hugarfar hins dæmigerða ítalska karlmanns?
Mílanó – höfuðborg Norður-Ítalíu
Á miðri sléttu Langbarðalands liggur Mílanó og er tengd með skipaskurðum við árnar Ticino og Pó og vötnin Lago Maggiore og Comovatn. Skipaskurðirnir gerðu kleift til dæmis að flytja marmara í tonnatali til að byggja hina glæstu byggingu dómkirkjuna. Duomo þykir með fegurstu kirkjum í gotneskum stíl og marmarinn sem hana prýðir á uppruna sinn í Ölpunum.
Mílanó er nýtískuleg að mestu leyti og jafnvel gamli borgarhlutinn er tengdur breiðgötum, sem geisla út frá borgarmiðjunni. Mörg hús frá fyrri öldum sýna ýmiss konar stílbrigði sem gaman er að rýna í í ljósi sögunnar. Þau stóðu heil eða voru endurbyggð eftir seinni heimsstyrjöldina en Mílanóborg kom löskuð út úr henni að stórum hluta.
Mílanó tengja margir við hátísku og það dylst engum að um götur ganga flott klæddir karlar og konur. Tískuþríhyrningurinn svokallaði liggur í miðri miðborg og þar má sjá merki eins og Gucci, Prada, Giorgio Armani, Dolce & Gabbana og fleiri …
Sagt hefur verið um borgirnar Róm og Mílanó að Róm geymi hjarta Ítalíu og Mílanó höfuðið. Einnig er til er ítalskt orðasamband sem segir Róm vera hina vel vöxnu mey sem öllum er ljóst að hefur ýmislegt til að bera meðan Mílanó er feimin stúlka sem heldur sig til hlés en býr yfir stórum kostum sem tíminn einn leiðir í ljós. Velta má fyrir sér hvort hér skíni milli lína hugarfar hins dæmigerða ítalska karlmanns?
Mílanó – höfuðborg Norður-Ítalíu
Á miðri sléttu Langbarðalands liggur Mílanó og er tengd með skipaskurðum við árnar Ticino og Pó og vötnin Lago Maggiore og Comovatn. Skipaskurðirnir gerðu kleift til dæmis að flytja marmara í tonnatali til að byggja hina glæstu byggingu dómkirkjuna. Duomo þykir með fegurstu kirkjum í gotneskum stíl og marmarinn sem hana prýðir á uppruna sinn í Ölpunum.
Mílanó er nýtískuleg að mestu leyti og jafnvel gamli borgarhlutinn er tengdur breiðgötum, sem geisla út frá borgarmiðjunni. Mörg hús frá fyrri öldum sýna ýmiss konar stílbrigði sem gaman er að rýna í í ljósi sögunnar. Þau stóðu heil eða voru endurbyggð eftir seinni heimsstyrjöldina en Mílanóborg kom löskuð út úr henni að stórum hluta.
Mílanó tengja margir við hátísku og það dylst engum að um götur ganga flott klæddir karlar og konur. Tískuþríhyrningurinn svokallaði liggur í miðri miðborg og þar má sjá merki eins og Gucci, Prada, Giorgio Armani, Dolce & Gabbana og fleiri …
Dómkirkja Milano
Hjarta og miðja Mílanó er við dómkirkjuna. Allt frá 4. öld var svæðið sem dómkirkjan stendur á þungamiðja trúarlífs – þar stóðu áður kirkjur er voru mölvaðar niður til að útbúa pláss fyrir hina nýju glæstu kirkju og torgið umhverfis hana. Hægt er að fara upp á þak kirkjunnar og fara má upp með lyftu eða ganga þröngan steinlagðan hringstiga. Fallegt er að svipast um þar við sólarlag, auk útsýnisins yfir borgina er þessi kirkja skreytt styttum og súlum hvert sem litið er.
Verslanagalleríið Galleria Vittorio Emanuelle
Árið 1860 var ákveðið að byggja við hlið torgsins glæsilegt vöruhús – einstakt á heimsvísu. Og þá þurfti að fórna húsum – svo fyrsta bygging Ítala úr gleri og járni mætti rísa – Galleria Vittorio Emanuele – glæst á þeim tíma og er enn. Þetta vöruhús varð eitt af táknum eða kennileitum Mílanó eftir sameiningu Ítalíu í eitt ríki.
Þetta mannvirki er glæsileikinn uppmálaður, stendur við hlið Scala óperunnar og dómkirkjunnar á besta stað í bænum og hefur verið kölluð móðir allra verslunarmiðstöðva sem skilst alveg þegar komið er á staðinn. Þrátt fyrir að við liggi að byggingin sjálf sé gullslegin og þar inni séu verslanir sem selja hátískuvörur þá má samt skemmta sér við að skoða skreytingar á gólfum og loftum og veggjum; fá sér ís og kaffi.
Stórfenglegur kastali
Það er margt að sjá í Mílanó – Sforzesco kastalinn (Castello Sforzesco) var upphaflega höll í eigu tveggja ætta, Visconti- og Sforza sem byggð var árið 1368. Á þeim tíma var svæðið umhverfis óbyggt og þakið skógi. Höllinni var breytt í virki sem svo var stækkað á 15. öld upp í kastala. Hann var svo stuttu síðar gerður að undurfallegri hertogahöll – sem stóð þó ekki lengi sem slík því hún var að hluta eyðilögð árið 1447.
Þá upp úr 1450 kom til kasta Sforza feðga. Lávarður í Mílanó ásamt syni sínum gerði kastalann upp svo hann varð einn af glæsilegustu köstulum endurreisnartímans – sem snillingur eins og Leonardo da Vinci lauk lofsyrði á.
Gæti kastalinn sagt sögu sína þá kæmi fram að hann hefur marga fjöruna sopið. Ítalía var um aldir stríðshrjáð land eins og gildir um flest lönd Evrópu. Á sextándu til átjándu öld náðu Spánverjar og Austurríkismenn yfirráðum yfir héraðinu og þá varð mikið hnignunarskeið í sögu kastalans en þá var hann var nýttur í hernaðarskyni.
Kastalanum var svo bjargað frá eyðileggingu um aldamótin 1900 er hann var endurbyggður og gerður að mikilvægu safni. Í dag er hann eitt af kennileitum borgarinnar og umhverfis hann er fallegur og skoðunarverður kastalagarður.
Stórfenglegur kastali
Það er margt að sjá í Mílanó – Sforzesco kastalinn (Castello Sforzesco) var upphaflega höll í eigu tveggja ætta, Visconti- og Sforza sem byggð var árið 1368. Á þeim tíma var svæðið umhverfis óbyggt og þakið skógi. Höllinni var breytt í virki sem svo var stækkað á 15. öld upp í kastala. Hann var svo stuttu síðar gerður að undurfallegri hertogahöll – sem stóð þó ekki lengi sem slík því hún var að hluta eyðilögð árið 1447.
Þá upp úr 1450 kom til kasta Sforza feðga. Lávarður í Mílanó ásamt syni sínum gerði kastalann upp svo hann varð einn af glæsilegustu köstulum endurreisnartímans – sem snillingur eins og Leonardo da Vinci lauk lofsyrði á.
Gæti kastalinn sagt sögu sína þá kæmi fram að hann hefur marga fjöruna sopið. Ítalía var um aldir stríðshrjáð land eins og gildir um flest lönd Evrópu. Á sextándu til átjándu öld náðu Spánverjar og Austurríkismenn yfirráðum yfir héraðinu og þá varð mikið hnignunarskeið í sögu kastalans en þá var hann var nýttur í hernaðarskyni.
Kastalanum var svo bjargað frá eyðileggingu um aldamótin 1900 er hann var endurbyggður og gerður að mikilvægu safni. Í dag er hann eitt af kennileitum borgarinnar og umhverfis hann er fallegur og skoðunarverður kastalagarður.
Leonardo da Vinci – Síðasta kvöldmáltíðin
Það mætti lengi segja frá þessari mögnuðu borg – Leondardo da Vinci bar á góma hér ofar … styttu af honum má sjá á Skalatorginu og í gömlu klaustri við hliðina á kirkjunni Santa Maria delle Grazie, er að finna hina frægu mynd meistarans, Síðustu kvöldmáltíðina. Á henni sést hvar Jesú situr dapur í bragði við langborð ásamt lærisveinum sínum. Þar er dregið upp á magnaðan hátt er hann segir lærisveinum sínum að hann eigi eftir að verða svikinn af einum þeirra. Það er hægt að skynja þetta augnablik, þessa frosnu stemmingu í lærisveinahópnum, sem meistaranum tókst að koma í málverk og fyrir það er það frægt – en til að sjá það þarf að panta miða með löngum fyrirvara. Verkið er í herbergi sem eitt sinn var matsalur klaustursins og átti að vera munkunum ævarandi áminning um þennan atburð.
Algengustu spurningarnar
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?
Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.
Hvernig jóga er kennt?
Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.
Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.
Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?
Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"
Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.
Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?
Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.
Henta þessar ferðir einstaklingum?
Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.