Ítalía

Veróna

Veróna er ásamt Róm, Flórens og Feneyjum á meðal vinsælustu borga Ítalíu. Hún er sögð ein elsta og fegursta borg landsins, og er næststærsta borg héraðsins, staðsett milli Veneto sléttunnar, Gardavatnsins og Dólómítafjallanna. Hún stendur miðja vegu milli Mílanó og Feneyja, nálægt austurhluta vatnsins Garda, og varð borgin snemma mikilvæg samgönguleið milli ítölsku Alpanna og Pósléttunnar.

Rómverskar minjar og hátíska

Í borginni er að finna magnaðar minjar frá tímum Rómarveldis og ber hæst hringleikahúsið Arena. Í gegnum borgina rennur áin Adige sem gefur henni aukna fegurð og fallegt er að ganga með bökkum hennar. Í sögunni hefur borgin þróast frá því að vera lítið þorp sem byggðist upp við bakka árinnar Adige í að verða fullvaxta borg með um 265.000 íbúa.
Þetta er borg menningar, lista og ekki síst rómantíkur og á hverju götuhorni er eitthvað sem gleður augað. Göturnar eru tandurhreinar, svo hreinar að göngugatan glansar, í orðsins fyllstu merkingu og þar standa hátískuverslanirnar ein af annarri.

Veróna er ásamt Róm, Flórens og Feneyjum á meðal vinsælustu borga Ítalíu. Hún er sögð ein elsta og fegursta borg landsins, og er næststærsta borg héraðsins, staðsett milli Veneto sléttunnar, Gardavatnsins og Dólómítafjallanna. Hún stendur miðja vegu milli Mílanó og Feneyja, nálægt austurhluta vatnsins Garda, og varð borgin snemma mikilvæg samgönguleið milli ítölsku Alpanna og Pósléttunnar.

Rómverskar minjar og hátíska

Í borginni er að finna magnaðar minjar frá tímum Rómarveldis og ber hæst hringleikahúsið Arena. Í gegnum borgina rennur áin Adige sem gefur henni aukna fegurð og fallegt er að ganga með bökkum hennar. Í sögunni hefur borgin þróast frá því að vera lítið þorp sem byggðist upp við bakka árinnar Adige í að verða fullvaxta borg með um 265.000 íbúa.
Þetta er borg menningar, lista og ekki síst rómantíkur og á hverju götuhorni er eitthvað sem gleður augað. Göturnar eru tandurhreinar, svo hreinar að göngugatan glansar, í orðsins fyllstu merkingu og þar standa hátískuverslanirnar ein af annarri.

Borg Rómeós og Júlíu

Shakespeare sviðsetti hér nokkur verka sinna en borgin er alveg sérlega rómantísk og því ekki að ástæðulausu sem hann valdi Verona sem sögusvið einnar frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu. Að auki gerast tvö önnur verk Shakespeare í borginni – Tveir herramenn í Veróna og Skassið tamið.
Sé gengið eftir aðalgötunni Via Mazzini allt til enda má taka stefnu til hægri og finna hús Júlíu “Casa di Giulietta” örfáum metrum síðar. Heimili Capuleti fjölskyldunnar er frá 13. öld og þar eru svalir Júlíu hvar undir Rómeó stóð og flutti sinni heittelskuðu sínar sonnettur. Ekki skulu færð rök fyrir hvort Júlía og Cappelletti fjölskyldan hafi búið í þessu húsi, en svalirnar eru á sínum stað og hægt að ganga inn í lítinn bakgarð, skoða styttu af Júlíu og mæna þaðan upp á svalirnar.
Og svo má skella sér í röðina til að strjúka brjóst Júlíu – sumsé styttunnar – en það er talið boða gæfu að gera það …

Torgin

Helstu torg Verona heita Piazza delle Erbe og Piazza Bra. Þau setja fallegan svip á borgina og glæða hana stemningu. Um Piazza Erbe má spássera og skoða góss til sölu á markaðinum og Piazza Bra leiðir okkur að hringleikahúsinu. Hringleikahúsið, sem í daglegu tali er kallað Arena, hefur í boði tónleika við allra hæfi yfir sumartímann og að ganga um torgið Piazza Brá á sumarkvöldi gefur færi á að upplifa einstaka stemningu. Hringleikahúsið var byggt fyrir um 2000 árum og þar háðu skylmingaþrælar bardaga sín á milli og við dýr af ýmsu tagi, almenningi til skemmtunar. Að auki má svo nefna torgið Piazza dei Signori, innan við Piazza delle Erbe, sem prýtt er fallegum byggingum og þar má berja augum styttu af Dante með sinn djúpt þenkjandi svip.

Torgin

Helstu torg Verona heita Piazza delle Erbe og Piazza Bra. Þau setja fallegan svip á borgina og glæða hana stemningu. Um Piazza Erbe má spássera og skoða góss til sölu á markaðinum og Piazza Bra leiðir okkur að hringleikahúsinu. Hringleikahúsið, sem í daglegu tali er kallað Arena, hefur í boði tónleika við allra hæfi yfir sumartímann og að ganga um torgið Piazza Brá á sumarkvöldi gefur færi á að upplifa einstaka stemningu. Hringleikahúsið var byggt fyrir um 2000 árum og þar háðu skylmingaþrælar bardaga sín á milli og við dýr af ýmsu tagi, almenningi til skemmtunar. Að auki má svo nefna torgið Piazza dei Signori, innan við Piazza delle Erbe, sem prýtt er fallegum byggingum og þar má berja augum styttu af Dante með sinn djúpt þenkjandi svip.

Algengustu spurningarnar

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?

Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.

Hvernig jóga er kennt?

Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.

Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.

Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?

Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.

Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?

Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.

Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?

Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.

Henta þessar ferðir einstaklingum?

Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.

Umsagnir

Mæli heilshugar með

"Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalíni jóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð."

Frábær ferð

"Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

Skylduferð

"Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Besta sem ég hef gert fyrir mig ❤

Fór í jógaferð til Ítalíu með Guðrúnu og Sigríði Huldu í september sl. Þessi ferð er alveg ógleymanleg, sá auglýsinguna og bókaði mig og sá sko ekki eftir því. Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá öllu, hugsa um elsku sig -kynnast frábærum konum alstaðar af landinu komandi úr alskonar aðstæðum. Jógað-hugleiðslan-sjálfsræktin þetta var magnað . Mæli með þessu 100% og langar aftur. Nýti mér fullt af því sem ég lærði og lærði líka fullt um sjálfa mig. Þær tvær eru snillingar.

- Kolbrún Stefánsdóttir

Vel heppnuð ferð

Vel heppnuð ferð. Hjólaferðirnar hápunkturinn.

- Ingvar Jónsson

Gaman að koma til Salo

Lítill og fallegur bær. Stutt í allar áttir. Fórum til Verona í dagsferð sem var mjög skemmtilegt. Einnig var kvöldið á vínekrunni ógleymanlegt.

- Kim Juncker Nielsen

Jógatímarnir komu á óvart

Frábært að blanda saman hreyfingu og slökun. Jógatímarnir komu á óvart. Frábært umhverfi til fara í hjólaferðir.

- Gauti Marinósson

Góða fararstjórn

Frábær ferð þar sem allt var gert til að láta okkur líða vel. Góð fararstjórn.

- Arnar Halldórsson

Fallegur staður

Fallegur staður, fallegt hótel. Jógað og hjólaferðirnar voru frábærar. Maturinnn var líka frábær.

- Jóhann Gunnar Einarsso

Hafa samband