Marokkó

Marokkó með jógatvist

Framandi menning og fögur list

Helstu upplýsingar

Lengd ferðar

11 dagar / 10 nætur

Tímabil

 24. apríl – 4. maí 2025

Tegund jóga

Jóga Nidra

Verð

Frá 395.000 kr. til 455.000 kr. eftir vali á herbergi

P

Innifalið

  • Flug með Play Air
  • Ferðir til og frá flugvelli
  • Ferðast í litlum hópi
  • Íslenskur fararstjóri
  • Enskumælandi bílstjóri
  • Gisting með morgunverði á fjórum mismunandi hótelum
  • 3 nætur í Marrakech
  • 1 nótt í Agfay eyðimörkinni
  • Hádegisverður í Agafay eyðimörkinni
  • 3 nætur í Essaouira
  • 1 nótt í El Ouallidia
  • 2 nætur í Casablanca
  • Skoðunarferð í Marrakech með innfæddum leiðsögumanni
  • Skoðunarferð í Essaouira með innfæddum leiðsögumanni
  • Skoðunarferð í Casablanca með innfæddum leiðsögumann
  • Úlfaldareið í Agafay eyðimörkinni
  • Sólsetur og sólarupprás í Agafay eyðimörkinni
  • Námskeið í jóga og sjálfsrækt

Ekki innifalið:

  • Hádegisverðir og kvöldverðir
  • Aðgangseyrir á söfn og ferðamannastaði

Kennarar

Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, Leiðsögumaður og jógakennari

Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og eigandi SHJ ráðgjafar

Um ferðina

Tólf daga ferð með flugi til Marrakech þar sem við kynnumst framandi menningu, andrúmslofti og listum þessarar aldagömlu þjóðar. Við skoðum helstu kennileiti borgarinnar í fylgd innlends leiðsögumanns, upplifum stemningu þar sem snákatemjarar og spákonur sitja innan um sölubása, og spókum okkur í markaðsgötum gamla bæjarins sem iðar af lífi.

Við höldum út í eyðimörkina og förum á úlfaldabaki út á sléttu þar sem við eigum jógastund í víðáttunni. Við ferðumst til nærliggjandi borga, Essaouira sem liggur við sjó og er fallegur og sjarmerandi bær og til Casablanca sem margir tengja við samnefnda kvikmynd. Jóga og sjálfsræktarstund eigum við að morgni og sem innskot inn í dagsferðirnar.

Hápunktar ferðar

 

  • Marrakech
  • Agfay eyðimörkin
  • Essaouira
  • Casablanca
  • Innsýn í menningu, sögu, listir og matargerð landsmanna
Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Dagur 1

Flug út með Play Air, 9:00-14:55. Skutl á gististað, komum okkur fyrir og undirbúum okkur fyrir komandi viku með drykk og spjalli. Kvöldverður saman og gisting á hóteli sem er með stóru rými fyrir jóga og sundlaug: https://www.hotel-imperialholiday-marrakech.com/en/

Dagur 2

Jóga og morgunverður. Við kynnumst þessari spennandi borg, Marrakech, í fylgd innfædds leiðsögumanns sem leiðir okkur um ranghala medina – gamla bæjarins þar sem sannkölluð markaðsstemmning ríkir og full þörf er á að prútta svo við föllum inn í menninguna. Skoðum hina fögru höll Bahaia Palace, og Medersa Ben Youssef skólann sem byggður var á 16. öld og var lengi stærsta trúarmiðstöð Norður-Afríku og hefur ýmis einkenni islamskrar listar og arkitektúrs. Við snæðum hádegisverð á fallegum stað og förum svo og sjáum undurfagran lystigarð, Majorelle Gardens, sem Yves Saint Laurent var eitthvað með puttana í á sínum tíma með sinni smekkvísi. Síðdegis kveðjum við leiðsögumanninn og eigum frjálsan tíma.

Dagur 3

Jóga og morgunverður. Við gefum hópnum alveg frjálsar hendur með daginn en þau sem vilja, eiga kost á að fara í hammam sem er tyrkneskt bað og býður ólíkar gerðir af meðferðum eins og mismunandi nudd.

Dagur 4

Jóga og morgunverður. Við pökkum niður og höldum akandi út í Agfay eyðimörkina sem tekur innan við klukkustund.

Þar ætlum við að kynnast lífi fólks nærri eyðimörkinni og ferðast um á þeim reiðskjótum sem einkenna þær slóðir – kameldýrum. Við tökum hring um sandinn á þennan máta, förum af baki og hvílum bæði okkur og reiðskjótana, og njótum þess að gera jóga og hugleiða í sólsetrinu í víðáttu undir opnum himni. Höldum svo til baka til kvöldverðar og gistingar í stórri villu með stóru rými fyrir jóga og sundlaug: https://villa-ayche.marrakesh-great-hotels.com/en/

Dagur 5

Jóga og morgunverður og síðan höldum við til bæjarins Essaouira sem er sætur strandbær með dálítið bóhemískt yfirbragð vegna listamannanýlendu sem setti mark sitt á borgina. Við fáum leiðsögn um bæinn með innfæddum leiðsögumanni og eigum svo síðdegið frjálst. Þau sólþyrstu geta notið strandlífs og einnig er hægt að rölta um og njóta mannlífs og anda að sér menningu borgarinnar gegnum öll skilningarvit. Gisting til næstu nátta er í svokölluðu riadi – sem eru stórskemmtilegir og sjarmerandi gististaðir – og er með stóru rými fyrir jóga: https://www.riadrayhane.com/en/

Dagur 6

Jóga og morgunverður og síðan förum við í bátsferð með ströndinni. Eigum svo frjálsan eftirmiðdag. Kannski letilíf á ströndinni?

Dagur 7

Jóga og morgunverður og frjáls dagur. Tilvalið er að skoða úrval af vörum úr leðri, mottur, skartgripi, lampa eða annað sem fangar augað. Eða upplifðu mannlífið – sjáðu bátana málaða í skærum litum koma inn með afla að höfn sem iðar af umferð eða farðu í göngu meðfram langri sandströndinni. Essaouira er sannarlega bær þar sem þau geta notið sín sem elska ferskt sjávarfang.

Dagur 8

Jóga og morgunverður og haldið til El Jadida sem er hafnarborg á Atlantshafsströnd með um 170.000 íbúa.  Portúgalir byggðu hana í byrjun 16. aldar en létu af hendi árið 1769 og borgin var þá innlimuð í Marokkó. Múrar gömlu borgarinnar eru eitt af sjö undrum af portúgölskum uppruna í heiminum og var skráð á heimsminjaskrá UNESCO sem „framúrskarandi dæmi um áhrif bæði evrópskrar og marokkóskrar menningar.“

Við höldum svo síðdegis til gistingar í lítinn bæ skammt frá í undur fallegu umhverfi við ströndina, í stórri villu með rými fyrir jóga og sundlaug: https://villa-joubert.com

Dagur 9

Jóga og morgunverður og síðan er pakkað niður og haldið til bæjarins Casablanca. Samnefnda kvikmynd könnumst við kannski við og mögulega getum við fundið fyrir því tregafulla andrúmsloft sem einkennir stemningu myndarinnar? Tæplega 4 milljónir manna búa í þessari stærstu borg Marokkó sem er höfuðborg fjármála og viðskiptalífs, nútíma stórborg, og líklega frjálslyndasta borg landsins.

Hér eru ekki markaðir eins og í öðrum borgum landsins en það er hægt að gera góð kaup í verslunarmiðstöðvunum, sem eru dreifðar um borgina.

Við komum okkur fyrir á riadi í Casablanca og eigum notalegt kvöld: http://www.ryad.se

Dagur 10

Jóga og morgunverður og farið um miðbæ Casablanca með innfæddum leiðsögumanni. Helsta kennileiti Casablanca er Hassan II moskan, byggð árið 1989 sem afmælisgjöf til fyrrverandi konungs Marokkó, Hassan konungs. Moskan er með hæsta turn heims í 210 metra hæð. Síðdegið frjálst.

Dagur 11

Jóga og morgunverður og haldið til Marrakech flugvallar. Flugið með Play Air er klukkan 15:55 og lent í Keflavík klukkan 20:30 að lokinni dvöl í Marokkó – þessu landi eilífrar sólar.

Algengustu spurningarnar

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?

Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.

Hvernig jóga er kennt?

Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.

Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.

Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?

Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.

Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?

Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.

Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?

Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.

Henta þessar ferðir einstaklingum?

Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.

Umsagnir

Mæli heilshugar með

"Ég fór í júní í svona jógaferð sem var algjörlega dásamleg. Kúndalíni jóga á morgnana og hugleiðsla á kvöldin. Fínt lítið fjölskylduhótel og frábær ítalskur matur. Guðrún Ingibjörg jógakennari og ferðafélagarnir allir sem einn hið besta fólk. Mæli heilshugar með svona jógafrísferð."

Frábær ferð

"Alveg frábær ferð, mæli með þessu. Yndislegur farastjóri, skemmtilegir ferðafélagar, og unaðslegt umhverfi. "

Skylduferð

"Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ‍️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"

Besta sem ég hef gert fyrir mig ❤

Fór í jógaferð til Ítalíu með Guðrúnu og Sigríði Huldu í september sl. Þessi ferð er alveg ógleymanleg, sá auglýsinguna og bókaði mig og sá sko ekki eftir því. Það er nauðsynlegt að kúpla sig frá öllu, hugsa um elsku sig -kynnast frábærum konum alstaðar af landinu komandi úr alskonar aðstæðum. Jógað-hugleiðslan-sjálfsræktin þetta var magnað . Mæli með þessu 100% og langar aftur. Nýti mér fullt af því sem ég lærði og lærði líka fullt um sjálfa mig. Þær tvær eru snillingar.

- Kolbrún Stefánsdóttir

Vel heppnuð ferð

Vel heppnuð ferð. Hjólaferðirnar hápunkturinn.

- Ingvar Jónsson

Gaman að koma til Salo

Lítill og fallegur bær. Stutt í allar áttir. Fórum til Verona í dagsferð sem var mjög skemmtilegt. Einnig var kvöldið á vínekrunni ógleymanlegt.

- Kim Juncker Nielsen

Jógatímarnir komu á óvart

Frábært að blanda saman hreyfingu og slökun. Jógatímarnir komu á óvart. Frábært umhverfi til fara í hjólaferðir.

- Gauti Marinósson

Góða fararstjórn

Frábær ferð þar sem allt var gert til að láta okkur líða vel. Góð fararstjórn.

- Arnar Halldórsson

Fallegur staður

Fallegur staður, fallegt hótel. Jógað og hjólaferðirnar voru frábærar. Maturinnn var líka frábær.

- Jóhann Gunnar Einarsso

Hafa samband