Ítalía – Gardavatn
Fegurð Gardavatns –
Jóga og sjálfsrækt
Helstu upplýsingar
Lengd ferðar
8 dagar / 7 nætur
Tímabil
6.-13. júní 2024 (uppselt)
Tegund jóga
Kundalini jóga, jóga nidra
Verð
2 í 2ja manna herb.: 255.000 kr.
Innifalið
Flug, dvöl á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði og hálfu fæði, ferðir til og frá flugvelli, gönguferð til Rocca di Manerba með leiðsögn. Námskeið í jóga og sjálfsrækt.
Kennarar
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
leiðsögumaður og jógakennari
Sigríður Hulda Jónsdóttir
MBA og MA í náms- og starfsráðgjöf, eigandi SHJ ráðgjafar
Um ferðina
Við dveljum í bænum Moniga del Garda í töfrum Gardavatnsins þar sem sagan leynist í kastala á hæð, kirkju eða rómverskum minjum. Við kynnumst staðháttum, náttúru, sögu og menningu á svæðinu í hæglætisferð. Hótelið er fjögurra stjörnu með spa og notalegum sundlaugargarði en einnig er stutt rölt að Gardavatni þar sem una má við vatns- og sólbað.
Við kynnumst svæðinu með siglingum um vatnið, gönguferðum og einnig verður hægt að fara í hjólaferð en sé vilji til að njóta góðrar slökunar er það auðvelt því dagsferðir verða flestar valfrjálsar.
Moniga del Garda státar af fallegum kastala sem tengist gyðjunni Díönu. Hann var byggður á 9.-10. öld sem virki til að verjast árásum herja Ungverja. Í dag er hluti af kastalanum nýttur sem safn sem geymir málverk og freskur frægra ítalskra málara.
Hápunktar ferðar
- Gardavatn
- Moniga del Garda
- Isola del Garda
- Sirmione
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
1. Ferðadagur
Ferðalag til Garda, flug til Feneyja og rútuferð til hótelsins Riva Del Sole í bænum Moniga del Garda.
2. Gönguferð til Rocca di Manerba
Morgunverður, jóga og sjálfsrækt. Svo höldum við í gönguferð um nærumhverfi og förum til höfðans Rocca di Manerba, sem rís í 162 metra hæð yfir sjávarmál með fögru útsýni yfir Gardavatn. Höfðinn er hluti af þjóðgarði Parco Naturalistico-Archeologico di Manerba del Garda, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Heiti hans er dregið af rómverska musterinu þar er byggt var fyrir gyðjuna Mínervu.
3. Hvíld eða heimsókn á vínbúgarð
Morgunverður, jóga og sjálfsrækt. Frjáls eftirmiðdagur en í boði að heimsækja vínbúgarð sem staðsettur er skammt frá hótelinu, áætlað verð 2500 kr.
4. Bátsferð til eyjarinnar Isola del Garda
5. Hvíld eða hjólaferð
Morgunverður, jóga og sjálfsrækt. Frjáls eftirmiðdagur en í boði að taka þátt í hjólaferð með leiðsögumanni af svæðinu. Áætlað verð á mann: 7500 kr.
6. Hvíld eða siglt með ferju um Gardavatn
Morgunverður, jóga og sjálfsrækt. Dagsferð með ferjunni um Gardavatn og kíkt í heimsókn á valinn bæ við vatnið. Hver greiðir fyrir sig í ferjuna.
7. Dagurinn er þinn!
Morgunverður, jóga og sjálfsrækt. Og dagurinn er þinn!
8. Ferðadagur heim
Ekið með rútu til flugvallar við Feneyjar og flogið heim um kvöldið.
Algengustu spurningarnar
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
Þarf ég að vera liðug/ur til að vera með í jóga?
Nei, svo sannarlega ekki. Í ferðunum er ýmist leitt kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól, fyrir þá sem líkar illa að sitja í jógastöðu á dýnu. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og líkamlegt ástand eða hreyfifærni hamlar engum að taka þátt í því.
Hvernig jóga er kennt?
Við kennum ýmist kundalini jóga eða jóga nidra. Í kundalini jóga er tíminn samsettur af upphitun, röð af jógaæfingum, hugleiðslu og slökun. Með iðkun kundalini jóga flæðir lífsorkan okkar og eykur og jafnar streymi milli orkustöðva. Við fáum meira jafnvægi í starfsemi líkamans, þar með talið milli heilahvela og mikil áhersla er á örvun innkirtlakerfisins sem er svo mikilvægt heilbrigði okkar. Við þjálfum andlegan og líkamlegan styrk með líkamlegum æfingum og öndunaræfingum sem hreinsa og auka flæði orkunnar, undirstöðu heilbrigðis. Hugleiðslan í lok tímans færir okkur ró sem og andlegan styrk, og úrvinnslu úr því sem kann að valda okkur spennu og streitu.
Í jóga nidra er leidd slökun þar sem hvílt er í liggjandi stöðu og æfingar eru gerðar tengdar meðvitund um líkama og öndun sem miða að því að ná meiri ró og dýpri slökun. Í dýpstu slökun er komið inn í ástand þar sem heilun og friðsæld ríkir. Mörg okkar þekkja það ástand þegar hugurinn heldur okkur eins og í spennitreyju með sífelldum hugsunum en í dýpstu slökun losnum við þaðan. Einnig getur þar farið fram hreinsun alveg niður í undivitund, oft án þess að við vitum af því. Jóga nidra hentar vel þeim sem eru að fást við kvíða, streitu og kulnun.
Mér finnst erfitt að sitja í jógastellingu - get ég tekið þátt?
Í jóga nidra eru þátttakendur leiddir í djúpa slökun þar sem mestmegnis er hvílt í liggjandi stöðu og því geta allir lagt stund á þetta jóga.
Í kundalini jóga eru stöður og æfingar aðlagaðar að þátttakendum og ef þarf, er hægt að gera margar æfinganna sitjandi á stól. Viðkomandi æfingar hafa alveg jafn mikil áhrif hvort sem þær eru framkvæmdar sitjandi á stól eða á jógadýnu.
Fá starfsmannahópar styrki frá sínu félagi fyrir ferðinni?
Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir ferðum eins og þeim sem Eilífðarsól stendur fyrir. Undanfarin ár hafa hópar starfsmanna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu farið í jógaferðir og lýst ánægju sinni með þær svo vitnað sé í ein ummælin hér á síðunni … "Ferðin okkar til Ítalíu var dásamleg. Yndislegur fararstjóri, frábært jóganámskeið og endurnýjandi hugleiðsla. Kærar þakkir fyrir skipulagið. Dagskráin gekk öll framar vonum og skoðunarferðirnar voru æðislegar. Svona ferð ætti að vera skylda hjá KÍ ️og jafnvel gjaldfrjáls fyrir bugaða kennara!"
Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi eða sendu línu til okkar og við göngum í málið.
Eru ferðirnar ykkar bara fyrir konur?
Nei, alls ekki. Margir karlmenn hafa tekið þátt í starfsmannahópaferðum með okkur og notið þeirra jafn vel og konur. Karlmenn þurfa engu síður en konur að læra að slaka á og takast á við streitu.
Henta þessar ferðir einstaklingum?
Já, í ferðunum kynnast þátttakendur mjög vel og oft verða til vináttusambönd sem vara áfram og sumir hópar hittast áfram eftir ferðina eða halda sambandi sem segir nokkuð um þá góðu stemmingu sem fylgir þessum ferðum.