Jóga í lífinu

Jógað í lífinu og pistlar úr reisubók ferðaþyrstrar sálar

Hef verið að velta fyrir mér hvað jógaiðkun hefur fært mér.

Liðugri líkama?

Uhhhhhhhh … já líklega en það er samt ekki svo að ég sé eitthvað svaka liðug – hef aldrei verið  – en hef fengið liðugri huga, og hvernig má það vera?

Kundalini jóga vinnur með – eða lætur mann vinna með – ekki bara líkamlega líkamann heldur líka hugann. Og það greiðir manni leiðina inn.

Hvert inn? spyr kannski einhver.

– jú, til sálarinnar.

Nú þykist ég sjá að oft hef ég gert eitthvað sem var ekki af fullum huga eða vissu eða sannfæringu; þá hefur sálin setið eftir með sárt ennið. En hún, sálin, hefur að ég held, óendanlegt langlundargeð. Fyrirgefur og býr yfir óendanlegum kærleika.

jógaferð

Jóga er ekki bara að rækta líkamann. Það er vissulega mikilvægt og undirstaða fyrir allt annað. Með iðkun kundalini jóga hef ég sett inn í daginn að hugleiða. Og það hefur breytt svo miklu. Geng út i daginn mun markvissari, því hugleiðslan virkar svipað og skella sér í sturtu – en sturtan er andleg í hugleiðslunni. Yfir mann rignir oft hugsunum og minningum og þær fá að fljóta í andlegu regni í niðurfall.

Sleppi ég að hugleiða þá þvælast þessar hugsanir annars fyrir í hvunndeginum, rugla mann í ríminu og trufla minni svo það er eins og að ganga nokkrum kílóum léttari út úr húsi að morgni.

… en hvað kemur þetta sálinni við? hugsar kannski einhver …

Þetta er bara eitt skref í átt til hennar – að losna við óþarfar hugsanir er eins og að það létti til og himinninn verði heiður og blár. Og það er gott í bili … kannski held ég áfram með þennan þráð seinna?

ítalí jógaferð jóga

Undi mér nýlega í átta daga á Ítalíu hvar vorið er komið með fagurgrænum túnum og blómstrandi ávaxtatrjám í bleiku og hvítu svo hjarta frónkonunnar tók kipp  í hvert sinn sem slíkt tré ber fyrir augu. Hugsaði til vorsins á Íslandi – sem hjá okkur birtist í aukinni birtu, eins og góð vinkona mín sagði. Sem mér fannst svo fallega orðað – vorið okkar kemur með birtunni – og þá ER vorið komið. – Þó svo að það snjói á páskum – þá er vorið samt komið.