FréttirKundalini jógaNámskeið

Gongnámskeið: Mehtab Benton

Gongmeistarinn Mehtab Benton til Íslands

Við kynnum hinn frábæra gongspilara og gongkennara með meiru; Mehtab Benton sem ætlar að koma til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Guru Karam, og halda tvö námskeið í gongspilun. Hann er þekktur um allan heim fyrir ást sína á gonginu,  hefur kennt í flestum heimsálfum og er höfundur þriggja bóka um gongspilun.

Námskeið I – Lærðu að spila á gong – fyrir byrjendur og lengra komna  – 7., 8. og 9. september
Námskeið II – Gongspilun í meðferðarskyni – 14., 15. og 16, september

Námskeið I: Lærðu að spila á gong – fyrir byrjendur og lengra komna

Dagur 1: Gongspilun – kenningar og æfingar
Þú lærir um þau grunnatriði sem gongspilun er byggð á þegar gong er notað sem tæki til heilunar og umbreytingar. Farið verður í  þá grunntækni sem er beitt, allt frá notkun kjuðans til aðferða við að setja saman spilunarmynstur og  hvernig spila má á gong frá stað innsæis og upplyftingar. Þú lærir hvað þau þrjú mikilvægu atriði – taktur, styrkur og staðsetning á gonginu – hafa á spilun og hvernig þeim má beita til að fá fram sjálfsprottin spilunarmynstur og áhrifaríka gongspilun.
Þessi dagur er að stórum hluta verklegur og gefur þér tækifæri til að spila á mismunandi gong og að finna þína rödd sem gongspilari.

Dagur 2: Gongið kortlagt með heilandi áhrif í huga
Þú lærir hvernig mismunandi svæði gongsins tengjast því hvernig vinna má með orkustöðvar, stöður, orkubrautir,  fimm gerðir grunnprönu líkamans og orku plánetanna. Þú lærir um hvernig kortlagning af gonginu tengist grunnreglum Ayurvedafræða sem beita má í gongspilun bæði með jóga, í heilun og til umbreytingar.

Dagur 3: Tækni í gongspilun fyrir lengra komna
Þú kynnist mismunandi gerðum kjuða og færð reynslu í að leika á gong með ólíkum gerðum þeirra. Þú munt átta þig á hvernig byggja má upp langa gongslökun með mismunandi aðferðum og fá þannig fram ólík áhrif. Við kynnumst einnig fleiri tegundum hljóðheilunar í sama skyni.
Kenndar verða æfingar til að verða betri spilari, við lærum að gera spilunarmynstur og hvernig skapa má ferðalag og sögu með gongspilun.

Dagsetningar og tími: 7., 8. og 9. september 2018
Staður: Jógasetrið, Skipholti 50
Verð: 45.000 kr.

Upplýsingar eru veittar og skráning fer fram með að senda póst á gudrun@eilifdarsol.is.  Vegna takmarkaðs fjölda þarf að tryggja sér pláss á námskeiðinu. Því þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald eftir að skráning hefur verið staðfest. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 15. ágúst.

Bankaupplýsingar:  322-26-003736 – kt. 6103131240

Námskeið II – Gongspilun í meðferðarskyni

Þetta þriggja daga námskeið hentar fyrir fagfólk í heilsugæslu, fólk sem vinnur við hljóðheilun og jógakennara sem vilja nota gong sem meðferðartæki til heilunar í einkatímum. Kennd verða:

 • Grunnatriði í hljóðheilun og jóga þerapíu
 • Hvernig byggja skal upp gong-hljóðheilunartíma
 • Hvernig á að spila á gongið í meðferðarskyni
 • Hvernig útbúa skal umhverfi gongmeðferðarinnar
 • Aðferðir við að meta meðferðaraðila og uppbygging meðferðaráætlunar
 • Aðferðir og leiðir við að velja og nota mismunandi gong
 • Hvernig nota má handstöður, möntrur og stöður í jóga í meðferðarskyni
 • Grundvallaratriði varðandi leiddar hugleiðslur og slökun með gongi í meðferðarskyni
 • Leiðbeiningar varðandi gong sem meðferðartæki með hópum
 • Ábendingar um hvernig nota má gong sem meðferðartæki með öðrum heilunaraðferðum
 • Vangaveltur um hvernig gong verða nýtt til meðferðar í framtíðinni og þá jafnvel sem starfsgrein

Með að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir þetta námskeið muntu fá staðfestingu á að hafa lokið námi í Gong þerapíu og sért fær um að nota gong sem meðferðartæki í þinni heilun.

Fornám sem þarf að hafa lokið fyrir þetta námskeið

 •  Reynsla af gongspilun eða:
 •  Gongnámskeið haldið viku fyrr af Mehtab Benton eða:
 • Grunnnámskeið Methabs Benton í gongspilun á vefnum (www.gongdharma.com).

Dagsetningar og tími: 14., 15. og 16. september 2018
Staður: Jógasetrið Skipholti 50
Verð: 47.000 kr.
Upplýsingar eru veittar og skráning fer fram með að senda póst á gudrun@eilifdarsol.is.  Vegna takmarkaðs fjölda þarf að tryggja sér pláss á námskeiðinu. Því þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald eftir að skráning hefur verið staðfest.
Veittur er afsláttur ef bæði námskeiðin eru sótt og þá kosta þau samtals 85.000 kr. Semja má um að skipta greiðslum en lokagreiðsla þarf að berast fyrir 15. ágúst.
Bankaupplýsingar:  322-26-003736 – kt. 610313-1240

Meira um kennarann …

Mehtab Benton hefur iðkað kundalini jóga um langan tíma, er menntaður stjörnuspekingur með innsýn í fræði Veda og heimsþekktur gong kennari.
Hann hefur leitt kennslu kundalini jóga kennara í Norður Ameríku og verið með kennslu á gong í Bandaríkjunum, Suður Ameríku, Evrópu, Asíu og Ástralíu. Hann hefur veitt andlegum leitendum leiðsögn víða um heim með þekkingu sinni á hinni fornu stjörnuspeki sem er byggð á grunni fræða Veda og Hindúa.
Mehtab er frumkvöðull í að nota gong í beinun tengslum við jóga og bók hans, Gong Yoga, fjallar um notkun gongs með jógaæfingum og hugleiðslu. Önnur bók hans, Teaching Gong Yoga, hefur verið í notkun við kennslu í gongspilun á ýmsum stigum. Þriðja bókin eftir hann, Gong Therapy, hefur verið grunnur að kennslu í að nota gong sem meðferðartæki meðal aðila úr ólíkum áttum sem starfa við hljóðheilun með meðferð.
Ástríða hans er að þjálfa fólk á öllum stigum í að spila á gong. Í því skyni er að finna video námskeið á netinu (www.gongdharma.com) þar sem unnt er að njóta kennslu hans fyrir þá sem ekki geta sótt námskeið hjá honum.
Mehtab og eiginkona hans Laura, sem ber andlega nafnið Guru Karam, búa í Austin í Texas en þar hafa þau unnið saman að því að kenna jóga í þeim fimm jógastöðvum sem þau stofnuðu þar árið 1997.

Unnt verður að bóka einkatíma hjá Mehtab þar sem hann veitir ráðgjöf byggða á stjörnuspeki.