Kundalini jóga

Sadhana möntrur

MÖNTRUR FYRIR ÖLD VATNSBERA

Yogi Bhajan kom á Sadhana fyrir vatnsberaöld árið 1992 til að létta fólki yfirfærslu frá öld fiska til aldar vatnsbera. Þar eru sungnar  möntrur til að undirbúa sálir okkar fyrir nýtt umhverfi sem tekur miklum breytingum á skömmum tíma.

Sadhana fyrir vatnsberaöld hefur áhrif á “gúnurnar” okkar, orkustöðvar og hugann svo okkur takist betur að mæta breytingum nýrrar aldar.

Við þurfum aukið innsæi, líkamlegt og andlegt þol, aukna meðvitund og aukna dýpt inn í andlega reynslu. Allt það styrkir okkar innri vitund til að búa okkur undir að mæta breytingum í heiminum sem fela í sér miskunnlausa samkeppni, yfirflæði af upplýsingum og vistfræðilegar og umhverfislegar áskoranir.

Sadhana fyrir vatnsberaöld er í gangi hjá kundalini jóga hópum um víða veröld. Að iðka sadhana í hópi færir þátttakendum aukna hópvitund. Sadhana í hópi magnar einnig upplifun og áhrif hugleiðslanna. Yogi Bhajan sagði að hugleiðsla í hópi hefði ekki einungis magnaðri áhrif á einstakling heldur margfaldaði þau.

Sadhana má stunda af sjálfsdáðum jafnt sem í hópi. Hið besta er samt að vera í hópi og bæta sína einstaklingsiðkun í leiðinni.

Möntrurnar í sadhana fyrir vatnsberaöld

Morgunkall – (Adi Shakti Mantra, Langt Ek Ong Kar) – 7 minútur

Þessi mantra vekur kundalini orkuna og um leið sambandið milli okkar eigin sálar og alheimsálarinnar, opnar einnig allar orkustöðvar. Settu hálslás á svo kundalini orkan flæði alveg upp.

Þessi mantra vekur kundalini orkuna og um leið sambandið milli okkar eigin sálar og alheimsálarinnar, opnar einnig allar orkustöðvar. Settu hálslás á svo kundalini orkan flæði alveg upp.

Ek Ong Kaar 

Sat Naam 

Siri Wahe Guru 

Einn skapari alls

Sannleikur er nafn hans

Ólýsanlega mikil er hinn óendanlega viska hans

Waah Yantee, Kar Yantee – 7 mínútur

Með þessari möntru styrkjum við okkar eilífa sjálf, þann hluta okkar sem er handan efnisheimsins og handan sköpunar.

Waah Yantee

Kar Yantee

Jag Dut Patee

Aadak It Waahaa

Brahmaadeh Tresha Guru

It Wahe Guru

Mikla sjálf

Skapandi Sjálf

Allt sem skapar í tímans rás

Allt sem er hið mikla

Þrjár hliðar guðs: Brahma, Vishnu, Mahes

Það er Wahe Guru

Mul Mantra – 7 mínútur

Færir okkur upplifun um dýpt og meðvitund eigin sálar. Losar okkur undan djúpum, langvarandi sársauka og sorgum. Opnar fyrir sköpunarafl og beinir okkur inn á þá leið sem okkur er ætluð.

Ek Ong Kar

Sat Nam

Kartaa Purkh

Nirbhao

Nirvair

Akaal Moorat

Ajoonee

Saibung

Gur Prasad

Jap!

Aad Sach

Jugaad Sach

Haibhee Sach

Nanak Hosee Bhee Sach

Einn skapari allrar sköpunar

Sannleikur er nafn hans

Gerandi alls

Óttalaus

Án hefndar

Ódauðlegur

Ófæddur

Sjálfuppljómaður

Fyrir náð kennarans

Endurtakið og hugleiðið!

Sannur í upphafi

Sannur um aldir

Sannur nú

Nanak segir sannleikann vara eilíflega

Sat Siri, Siri Akal (Mantra fyrir vatnsberaöld) – 7 mínútur

Með þessari möntru lýsum við því yfir að við séum tímalausar, eilífar verur og sækjum fram með sigri á öllum sviðum lífsins.

Sat Siri, Siri Akaal

Siri Akaal, Mahaa Akaal

Mahaa Akaal, Sat Naam

Akaal Moorat, Wahe Guru

Mikli sannleikur, mikli ódauðleiki

Mikli ódauðleiki, mikla eilífð

Mikla eilífð, Sannleikur er nafn guðs

Ævarandi mynd guðs

Rakhe Rakhan Har – 7 mínútur

Mantra sem færir vernd gegn öllum illum öflum, bæði innri og ytri sem eru að hindra okkur í á fara okkar réttu leið. Hún virkar eins og sverð gegn sérhverri neikvæðri bylgju, hugsun, orði eða verknaði.

Rakhay rakhanahaar aap ubaaria-an

Gur kee pairee paa-i kaaj savaari-an

Hoaa aap da-iaal manaho na visaari-an

Saadh janaa kai sang bhavajal taari-an

Saakat nindak dusht khin maa-eh bidaari-an

Tis saahib kee tayk Naanak manai maa-eh

Jis simrat sukh ho-i sagalay dookh jaa-eh

Þú sem bjargar; bjarga okkur öllum og berðu okkur áfram

Upplyftir og gefur dýrð

Þú gafst okkur snertingu við fætur gúrúsins og þar með eru öll okkar verk fullunnin.

Þú ert miskunnsamur, góðhjartaður og fullur samhyggðar þannig að hugur okkar gleymir þér ekki.

Í hópi heilagra forðar þú okkur frá ógæfu, hamförum, hneyksli og slæmum orðstí.

Guðlausir, baktalandi óvinir – þú eyðir þeim í tímaleysi.

Hinn mikli guð er akkeri mitt

Nanak, haltu þessu föstu í huga þér með að hugleiða og endurtaka nafn hans.

Öll hamingja kemur og allar sorgir og sársauki hverfa á braut.

Wahe Guru Wahe Jio – 22 mínútur 

Þessi mantra færir með sér sæluna sem fylgir er við sækjumst eftir sigri og rétti til að vaxa. Við syngum í stöðu stríðsmanns, sitjum á vinstri hæl, með hægra hné uppi og hægri il í gólfi, með hendur í bænastöðu. Við einbeitum athygli augna á nefbrodd.

Wahe Guru Wahe Guru Wahe Guru Wahe Jio

Vá, guð er stórkostlegur! eða ólýsanlega mikil er hans óendanlega, fullkomna viska

Guru Ram Das – 5 mínútur 

Mantra auðmýktar. Opnar hjartastöðina svo við finnum fyrir geislandi alheimskærleika. Við áköllum Guru Ram Das og lofum hann fyrir að vera andlegt leiðandi ljós og verndandi náð.

Guru Guru Wahe Guru,

 Guru Ram Das Guru

Fyrri hluti leiðir hugann til uppsprettu þekkingar og alsælu.  Seinni er um viskuna sem verður að þjóni eilífðar.