Kynningartímar 6. og 11. febrúar

Námskeið í jóga með stuttri gongslökun
Tímabil: 13. febrúar-12. mars
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:15-18:30
Staður: Speglasalur í Gerðubergi, Breiðholti
Kundalini jóga er oft kallað jóga vitundar og er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga, fyrir líkama, huga og sál. Það er byggt á öndun, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun. Hver tími felur í sér upphitun, kríu (æfingasett), slökun, og hugleiðslu.
Komdu í þægilegum fötum og með vatnsflösku, teppi og púða. Dýnur eru á staðnum en það er velkomið að koma með eigin dýnu eða jógahandklæði.
Tímarnir henta byrjendum sem lengra komnum.
Kennari: Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
Velkomin í kynningartíma 6. eða 11. febrúar!
Verð: Námskeiðið kostar 15.000 kr. – tvisvar í viku, 75 mínútur hver tími. Stakur tími kostar 2500 kr. Námskeiðið stendur yfir frá 13. febrúar til 12. mars.

Löng gongslökun – námskeið
Tímabil: 13. febrúar-6. mars
Miðvikudaga kl. 18:45-19:45
Staður: Speglasalur í Gerðubergi, Breiðholti
Innra með okkur eru orkubrautir sem lífsorkan fer um. Lífsorkan er líka kölluð kundalini orka og færir aukna andlega vitund. Þegar spilað er á gong opnast leið til að hreinsa orkubrautirnar og úr verður heilun og opnun.
Betra orkuflæði um orkubrautir gefur aukinn kraft til orkustöðva, færir þeim jafnvægi og vekur upp þar sem doði kann að ráða ríkjum í orkustöðvakerfinu.
Kennari: Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir Velkomin í kynningartíma 6. febrúar!
Fjögurra vikna námskeið í gongslökun kostar 8000 kr. – einu sinni í viku, 60 mínútur hver tími. Stakur tími kostar 2500 kr.