Kundalini jóga

Hvað gerist í gong nótt?

GONG NÓTT

og gong bað með Charlotte Bom

Hvað gerist á gong nótt?

Með hljóma gongsins flæðandi um okkur og í okkur getur átt sér stað endurnýjun og jafnvel viðgerðir á frumum  sem hreinsa okkur, losa um ávana og frelsa okkur. Tónaflæði gongsins færir okkur innri ró þar sem djúp heilun getur átt sér stað.

Í gongnóttin hugleiðum við eða sofum, sofum jafnvel rótt eða finnst við kannski vera vakandi í draumi. Upplifunin getur verið líkt og við hvílum í örmum Morfeusar, guðs draumanna, liggjandi í vöggu eigin sakleysis og endurfædd með vitund um okkar sanna tilgang, með kærleikann sem orkugjafa.

Yfir nóttina mun teymi gongspilara spila á gongin, einn spilari í einu sér um að halda gongunum vakandi með lágum tónum – líkt og alheimsvöggulag hljómi. Snemma morguns mun vöggulagið hljóðna og við tekur gongbað sem Charlotte Bom spilar.

Það tíðkast víða um veröld að taka húsakynni sín vel í gegn fyrir áramót. Engu síðra er að fara í innri hreingerningu – losa sig við óþörf vanamunstur, niðurnjörvaðar tilfinningar, minningar og fara jafnvel í djúpa slökun þar sem heilun á sér stað.

Á gongnótt gefst tækifæri með töfrum gongsins að umbreyta lífi sínu.

Bústaðakirkja, 29. desember – allir velkomnir

Dagskrá gong nætur frá kl. 21:00 til 07:30
21.00.00– 21:45 – Velkominn og gerðu þig heimakominn, búðu þér þitt ból til að hvíla í yfir nóttina, fáðu þér tebolla og undirbúðu þig fyrir nóttina.
21.45 – 22.20 – Kynning, léttar jógaæfingar og möntrur
22:30 – 23:30 – Gong bað
23:30 – 6:00 – Gong puja-gong nótt. Lágir gongtónar hljóma óslitið
6:00 – 7:00 – Gong bað
7:00 – 07:30 Rísum og göngum út í daginn og til móts við komandi ár!

Komdu í þægilegum fatnaði og hlýjum sokkum. Jógamottur, púðar og teppi eru á staðnum en velkomið er að taka með sér svefnpoka, aukadýnur, teppi, og jafnvel sængina sína og koddann svo að vellíðan megi verða sem mest og góð tilfinning um öryggi.
Te verður í boði á staðnum en það er velkomið að taka með sér það sem manni hugnast að gæti verið gott að hafa með matarkyns. Hægt er að læðast inn í lítið hliðareldhús ef svengd kallar.

Hámarksfjöldi þátttakenda í gongnóttinni er takmarkaður og því þarf að skrá sig og greiða fyrirfram:
Reikningsupplýsingar Eilífðarsólar ehf:
322-26-003736
kt. 6103131240
Verð: 6.900 kr.

Stjórnandi gong næturinnar er Charlotte Bom og hún spilar einnig gong bað í upphafi og í lok næturinnar. Hún er gong meistari og kundalini jóga kennari; eigandi jógastöðvarinnar Yogahjørnet og Copenhagen Gong Center í Kaupmannahöfn og er umboðsaðili fyrir Pastie gong i Danmörku.
Charlotte Bom er einnig með réttindi í gong þerapíu og er frábær gong spilari og kennari. Hún er vel þekkt fyrir öflugar vinnustofur sínar og hefur leitt allmargar gong nætur og kennt fjölda vinnustofa. Charlotte ferðast með gongin sín á jógahátíðir víða um heim; þar má nefna Bali, Indland og Marokkó.
Charlotte notar gong í hugleiðslu, slökun, heilun og í jógatímum. Heilandi áhrif gongsins á líkama, sál og hug koma einnig að góðum notum í þerapíu, ekki síst gegn streitu, verkjum af ýmsu tagi, áföllum og til almennar heilunar.
Charlotte mun leiða gong nóttina á ensku.

„Gongið er fljótvirkasta og áhrifaríkasta leið sem fyrirfinnst til að fá líkama og huga til að sleppa tökum. Upplifun mín af sérhverjum degi veltur á hvort ég hafi notið míns stutta gongbaðs eða ekki. Það er eins og það breyti þeirri tíðni sem ræður um hvernig ég skynja heiminn og hvernig hann skynjar mig“  – Charlotte Bom