„Pot“ – Rumi – Eyvindarholtsþrjóska

Hér í þessum pistlum mínum reyni ég að setja í orð lýsingar á því sem gerist þegar fetað er inn á andlegu leiðina. Í mínu tilviki hefur sú leið skýrst með iðkun jóga og hugleiðslu og fært mér aukna meðvitund um umhverfi, aðra og einnig um sjálfa mig á svo […]

Fröken Einvera

Þegar við skoðum eigið lífshlaup, sem flestir gera af og til á sinni ævi, sjáum við stundum þræði sem vefjast um líf okkar. Eitthvað sem fylgir okkur og kannski einkennir okkur, oft án þess að við séum nokkuð að spá í það. Eitt af því sem jógaiðkun gefur er gáfan […]

Konan sem tókst á við ekki-skrifa-drekann ….

Það er einsog ég sé í sífelldum slag við sjálfa mig. Innra með mér búi dreki sem spúi svörtu, kannski svartri þoku sem blindar mig og segir að ég eigi ekki að gera þetta eða hitt – sérstaklega hvað varðar að skrifa … alltaf inn á milli held ég að […]

Hænur og jóga

Það kemur stundum í huga minn bernskuminning – og skýtur upp kolli nú aftur þegar ég hugleiði lífið og hin og þessi atvik eða stundir og stundum kemst ég að því að svo margt í þessu lífi er „jóga“. Eitt af mínum fyrstu skyldustörfum á sveitabænum forðum daga var að […]

Jógað í lífinu og pistlar úr reisubók ferðaþyrstrar sálar

Hef verið að velta fyrir mér hvað jógaiðkun hefur fært mér. Liðugri líkama? Uhhhhhhhh … já líklega en það er samt ekki svo að ég sé eitthvað svaka liðug – hef aldrei verið  – en hef fengið liðugri huga, og hvernig má það vera? Kundalini jóga vinnur með – eða lætur […]

Lífið í jóga – jóga í lífinu

Þegar ég var óharðnaður unglingur í Menntaskólanum að Laugarvatni fengum við heimsókn – það var kona klædd í appelsínugul klæði ef ég man rétt, líklega indversk að uppruna – við fengum kynningu um jóga og persónulega möntru í viðtali – sem átti að vera okkar leyndarmál. Ég að sjálfsögðu hélt minni […]