Sadhana möntrur

Posted Posted in Fréttir, Uncategorized

MÖNTRUR FYRIR ÖLD VATNSBERA

Yogi Bhajan kom á Sadhana fyrir vatnsberaöld árið 1992 til að létta fólki yfirfærslu frá öld fiska til aldar vatnsbera. Þar eru sungnar  möntrur til að undirbúa sálir okkar fyrir nýtt umhverfi sem tekur miklum breytingum á skömmum tíma.

Sadhana fyrir vatnsberaöld hefur áhrif á “gúnurnar” okkar, orkustöðvar og hugann svo okkur takist betur að mæta breytingum nýrrar aldar.

Við þurfum aukið innsæi, líkamlegt og andlegt þol, aukna meðvitund og aukna dýpt inn í andlega reynslu. Allt það styrkir okkar innri vitund til að búa okkur undir að mæta breytingum í heiminum sem fela í sér miskunnlausa samkeppni, yfirflæði af upplýsingum og vistfræðilegar og umhverfislegar áskoranir.

Sadhana fyrir vatnsberaöld er í gangi hjá kundalini jóga hópum um víða veröld. Að iðka sadhana í hópi færir þátttakendum aukna hópvitund. Sadhana í hópi magnar einnig upplifun og áhrif hugleiðslanna. Yogi Bhajan sagði að hugleiðsla í hópi hefði ekki einungis magnaðri áhrif á einstakling heldur margfaldaði þau.

Sadhana má stunda af sjálfsdáðum jafnt sem í hópi. Hið besta er samt að vera í hópi og bæta sína einstaklingsiðkun í leiðinni.

Möntrurnar í sadhana fyrir vatnsberaöld

Morgunkall – (Adi Shakti Mantra, Langt Ek Ong Kar) – 7 minútur

Þessi mantra vekur kundalini orkuna og um leið sambandið milli okkar eigin sálar og alheimsálarinnar, opnar einnig allar orkustöðvar. Settu hálslás á svo kundalini orkan flæði alveg upp.

Þessi mantra vekur kundalini orkuna og um leið sambandið milli okkar eigin sálar og alheimsálarinnar, opnar einnig allar orkustöðvar. Settu hálslás á svo kundalini orkan flæði alveg upp.

Ek Ong Kaar 

Sat Naam 

Siri Wahe Guru 

Einn skapari alls

Sannleikur er nafn hans

Ólýsanlega mikil er hinn óendanlega viska hans

Waah Yantee, Kar Yantee – 7 mínútur

Með þessari möntru styrkjum við okkar eilífa sjálf, þann hluta okkar sem er handan efnisheimsins og handan sköpunar.

Waah Yantee

Kar Yantee

Jag Dut Patee

Aadak It Waahaa

Brahmaadeh Tresha Guru

It Wahe Guru

Mikla sjálf

Skapandi Sjálf

Allt sem skapar í tímans rás

Allt sem er hið mikla

Þrjár hliðar guðs: Brahma, Vishnu, Mahes

Það er Wahe Guru

Mul Mantra – 7 mínútur

Færir okkur upplifun um dýpt og meðvitund eigin sálar. Losar okkur undan djúpum, langvarandi sársauka og sorgum. Opnar fyrir sköpunarafl og beinir okkur inn á þá leið sem okkur er ætluð.

Ek Ong Kar

Sat Nam

Kartaa Purkh

Nirbhao

Nirvair

Akaal Moorat

Ajoonee

Saibung

Gur Prasad

Jap!

Aad Sach

Jugaad Sach

Haibhee Sach

Nanak Hosee Bhee Sach

Einn skapari allrar sköpunar

Sannleikur er nafn hans

Gerandi alls

Óttalaus

Án hefndar

Ódauðlegur

Ófæddur

Sjálfuppljómaður

Fyrir náð kennarans

Endurtakið og hugleiðið!

Sannur í upphafi

Sannur um aldir

Sannur nú

Nanak segir sannleikann vara eilíflega

Sat Siri, Siri Akal (Mantra fyrir vatnsberaöld) – 7 mínútur

Með þessari möntru lýsum við því yfir að við séum tímalausar, eilífar verur og sækjum fram með sigri á öllum sviðum lífsins.

Sat Siri, Siri Akaal

Siri Akaal, Mahaa Akaal

Mahaa Akaal, Sat Naam

Akaal Moorat, Wahe Guru

Mikli sannleikur, mikli ódauðleiki

Mikli ódauðleiki, mikla eilífð

Mikla eilífð, Sannleikur er nafn guðs

Ævarandi mynd guðs

Rakhe Rakhan Har – 7 mínútur

Mantra sem færir vernd gegn öllum illum öflum, bæði innri og ytri sem eru að hindra okkur í á fara okkar réttu leið. Hún virkar eins og sverð gegn sérhverri neikvæðri bylgju, hugsun, orði eða verknaði.

Rakhay rakhanahaar aap ubaaria-an

Gur kee pairee paa-i kaaj savaari-an

Hoaa aap da-iaal manaho na visaari-an

Saadh janaa kai sang bhavajal taari-an

Saakat nindak dusht khin maa-eh bidaari-an

Tis saahib kee tayk Naanak manai maa-eh

Jis simrat sukh ho-i sagalay dookh jaa-eh

Þú sem bjargar; bjarga okkur öllum og berðu okkur áfram

Upplyftir og gefur dýrð

Þú gafst okkur snertingu við fætur gúrúsins og þar með eru öll okkar verk fullunnin.

Þú ert miskunnsamur, góðhjartaður og fullur samhyggðar þannig að hugur okkar gleymir þér ekki.

Í hópi heilagra forðar þú okkur frá ógæfu, hamförum, hneyksli og slæmum orðstí.

Guðlausir, baktalandi óvinir – þú eyðir þeim í tímaleysi.

Hinn mikli guð er akkeri mitt

Nanak, haltu þessu föstu í huga þér með að hugleiða og endurtaka nafn hans.

Öll hamingja kemur og allar sorgir og sársauki hverfa á braut.

Wahe Guru Wahe Jio – 22 mínútur 

Þessi mantra færir með sér sæluna sem fylgir er við sækjumst eftir sigri og rétti til að vaxa. Við syngum í stöðu stríðsmanns, sitjum á vinstri hæl, með hægra hné uppi og hægri il í gólfi, með hendur í bænastöðu. Við einbeitum athygli augna á nefbrodd.

Wahe Guru Wahe Guru Wahe Guru Wahe Jio

Vá, guð er stórkostlegur! eða ólýsanlega mikil er hans óendanlega, fullkomna viska

Guru Ram Das – 5 mínútur 

Mantra auðmýktar. Opnar hjartastöðina svo við finnum fyrir geislandi alheimskærleika. Við áköllum Guru Ram Das og lofum hann fyrir að vera andlegt leiðandi ljós og verndandi náð.

Guru Guru Wahe Guru,

 Guru Ram Das Guru

Fyrri hluti leiðir hugann til uppsprettu þekkingar og alsælu.  Seinni er um viskuna sem verður að þjóni eilífðar.

Gongnámskeið: Mehtab Benton

Posted Posted in Fréttir, Kundalini jóga, Námskeið

Gongmeistarinn Mehtab Benton til Íslands

Við kynnum hinn frábæra gongspilara og gongkennara með meiru; Mehtab Benton sem ætlar að koma til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Guru Karam, og halda tvö námskeið í gongspilun. Hann er þekktur um allan heim fyrir ást sína á gonginu,  hefur kennt í flestum heimsálfum og er höfundur þriggja bóka um gongspilun.

Námskeið I – Lærðu að spila á gong – fyrir byrjendur og lengra komna  – 7., 8. og 9. september
Námskeið II – Gongspilun í meðferðarskyni – 14., 15. og 16, september

Námskeið I: Lærðu að spila á gong – fyrir byrjendur og lengra komna

Dagur 1: Gongspilun – kenningar og æfingar
Þú lærir um þau grunnatriði sem gongspilun er byggð á þegar gong er notað sem tæki til heilunar og umbreytingar. Farið verður í  þá grunntækni sem er beitt, allt frá notkun kjuðans til aðferða við að setja saman spilunarmynstur og  hvernig spila má á gong frá stað innsæis og upplyftingar. Þú lærir hvað þau þrjú mikilvægu atriði – taktur, styrkur og staðsetning á gonginu – hafa á spilun og hvernig þeim má beita til að fá fram sjálfsprottin spilunarmynstur og áhrifaríka gongspilun.
Þessi dagur er að stórum hluta verklegur og gefur þér tækifæri til að spila á mismunandi gong og að finna þína rödd sem gongspilari.

Dagur 2: Gongið kortlagt með heilandi áhrif í huga
Þú lærir hvernig mismunandi svæði gongsins tengjast því hvernig vinna má með orkustöðvar, stöður, orkubrautir,  fimm gerðir grunnprönu líkamans og orku plánetanna. Þú lærir um hvernig kortlagning af gonginu tengist grunnreglum Ayurvedafræða sem beita má í gongspilun bæði með jóga, í heilun og til umbreytingar.

Dagur 3: Tækni í gongspilun fyrir lengra komna
Þú kynnist mismunandi gerðum kjuða og færð reynslu í að leika á gong með ólíkum gerðum þeirra. Þú munt átta þig á hvernig byggja má upp langa gongslökun með mismunandi aðferðum og fá þannig fram ólík áhrif. Við kynnumst einnig fleiri tegundum hljóðheilunar í sama skyni.
Kenndar verða æfingar til að verða betri spilari, við lærum að gera spilunarmynstur og hvernig skapa má ferðalag og sögu með gongspilun.

Dagsetningar og tími: 7., 8. og 9. september 2018
Staður: Jógasetrið, Skipholti 50
Verð: 45.000 kr.

Upplýsingar eru veittar og skráning fer fram með að senda póst á gudrun@eilifdarsol.is.  Vegna takmarkaðs fjölda þarf að tryggja sér pláss á námskeiðinu. Því þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald eftir að skráning hefur verið staðfest. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 15. ágúst.

Bankaupplýsingar:  322-26-003736 – kt. 6103131240

Námskeið II – Gongspilun í meðferðarskyni

Þetta þriggja daga námskeið hentar fyrir fagfólk í heilsugæslu, fólk sem vinnur við hljóðheilun og jógakennara sem vilja nota gong sem meðferðartæki til heilunar í einkatímum. Kennd verða:

 • Grunnatriði í hljóðheilun og jóga þerapíu
 • Hvernig byggja skal upp gong-hljóðheilunartíma
 • Hvernig á að spila á gongið í meðferðarskyni
 • Hvernig útbúa skal umhverfi gongmeðferðarinnar
 • Aðferðir við að meta meðferðaraðila og uppbygging meðferðaráætlunar
 • Aðferðir og leiðir við að velja og nota mismunandi gong
 • Hvernig nota má handstöður, möntrur og stöður í jóga í meðferðarskyni
 • Grundvallaratriði varðandi leiddar hugleiðslur og slökun með gongi í meðferðarskyni
 • Leiðbeiningar varðandi gong sem meðferðartæki með hópum
 • Ábendingar um hvernig nota má gong sem meðferðartæki með öðrum heilunaraðferðum
 • Vangaveltur um hvernig gong verða nýtt til meðferðar í framtíðinni og þá jafnvel sem starfsgrein

Með að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir þetta námskeið muntu fá staðfestingu á að hafa lokið námi í Gong þerapíu og sért fær um að nota gong sem meðferðartæki í þinni heilun.

Fornám sem þarf að hafa lokið fyrir þetta námskeið

 •  Reynsla af gongspilun eða:
 •  Gongnámskeið haldið viku fyrr af Mehtab Benton eða:
 • Grunnnámskeið Methabs Benton í gongspilun á vefnum (www.gongdharma.com).

Dagsetningar og tími: 14., 15. og 16. september 2018
Staður: Jógasetrið Skipholti 50
Verð: 47.000 kr.
Upplýsingar eru veittar og skráning fer fram með að senda póst á gudrun@eilifdarsol.is.  Vegna takmarkaðs fjölda þarf að tryggja sér pláss á námskeiðinu. Því þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald eftir að skráning hefur verið staðfest.
Veittur er afsláttur ef bæði námskeiðin eru sótt og þá kosta þau samtals 85.000 kr. Semja má um að skipta greiðslum en lokagreiðsla þarf að berast fyrir 15. ágúst.
Bankaupplýsingar:  322-26-003736 – kt. 610313-1240

Meira um kennarann …

Mehtab Benton hefur iðkað kundalini jóga um langan tíma, er menntaður stjörnuspekingur með innsýn í fræði Veda og heimsþekktur gong kennari.
Hann hefur leitt kennslu kundalini jóga kennara í Norður Ameríku og verið með kennslu á gong í Bandaríkjunum, Suður Ameríku, Evrópu, Asíu og Ástralíu. Hann hefur veitt andlegum leitendum leiðsögn víða um heim með þekkingu sinni á hinni fornu stjörnuspeki sem er byggð á grunni fræða Veda og Hindúa.
Mehtab er frumkvöðull í að nota gong í beinun tengslum við jóga og bók hans, Gong Yoga, fjallar um notkun gongs með jógaæfingum og hugleiðslu. Önnur bók hans, Teaching Gong Yoga, hefur verið í notkun við kennslu í gongspilun á ýmsum stigum. Þriðja bókin eftir hann, Gong Therapy, hefur verið grunnur að kennslu í að nota gong sem meðferðartæki meðal aðila úr ólíkum áttum sem starfa við hljóðheilun með meðferð.
Ástríða hans er að þjálfa fólk á öllum stigum í að spila á gong. Í því skyni er að finna video námskeið á netinu (www.gongdharma.com) þar sem unnt er að njóta kennslu hans fyrir þá sem ekki geta sótt námskeið hjá honum.
Mehtab og eiginkona hans Laura, sem ber andlega nafnið Guru Karam, búa í Austin í Texas en þar hafa þau unnið saman að því að kenna jóga í þeim fimm jógastöðvum sem þau stofnuðu þar árið 1997.

Unnt verður að bóka einkatíma hjá Mehtab þar sem hann veitir ráðgjöf byggða á stjörnuspeki.

 

Hvað gerist í gong nótt?

Posted Posted in Fréttir, Kundalini jóga, Námskeið, Uncategorized

GONG NÓTT

og gong bað með Charlotte Bom

Hvað gerist á gong nótt ….?

Með hljóma gongsins flæðandi um okkur og í okkur getur átt sér stað endurnýjun og jafnvel viðgerðir á frumum  sem hreinsa okkur, losa um ávana og frelsa okkur. Tónaflæði gongsins færir okkur innri ró þar sem djúp heilun getur átt sér stað.

Í gongnóttin hugleiðum við eða sofum, sofum jafnvel rótt eða finnst við kannski vera vakandi í draumi. Upplifunin getur verið líkt og við hvílum í örmum Morfeusar, guðs draumanna, liggjandi í vöggu eigin sakleysis og endurfædd með vitund um okkar sanna tilgang, með kærleikann sem orkugjafa.

Yfir nóttina mun teymi gongspilara spila á gongin, einn spilari í einu sér um að halda gongunum vakandi með lágum tónum – líkt og alheimsvöggulag hljómi. Snemma morguns mun vöggulagið hljóðna og við tekur gongbað sem Charlotte Bom spilar.

Það tíðkast víða um veröld að taka húsakynni sín vel í gegn fyrir áramót. Engu síðra er að fara í innri hreingerningu – losa sig við óþörf vanamunstur, niðurnjörvaðar tilfinningar, minningar og fara jafnvel í djúpa slökun þar sem heilun á sér stað.

Á gongnótt gefst tækifæri með töfrum gongsins að umbreyta lífi sínu …

Bústaðakirkja, 29. desember – allir velkomnir

Dagskrá gong nætur frá kl. 21:00 til 07:30
21.00.00– 21:45 – Velkominn og gerðu þig heimakominn, búðu þér þitt ból til að hvíla í yfir nóttina, fáðu þér tebolla og undirbúðu þig fyrir nóttina.
21.45 – 22.20 – Kynning, léttar jógaæfingar og möntrur
22:30 – 23:30 – Gong bað
23:30 – 6:00 – Gong puja-gong nótt. Lágir gongtónar hljóma óslitið
6:00 – 7:00 – Gong bað
7:00 – 07:30 Rísum og göngum út í daginn og til móts við komandi ár!

Komdu í þægilegum fatnaði og hlýjum sokkum. Jógamottur, púðar og teppi eru á staðnum en velkomið er að taka með sér svefnpoka, aukadýnur, teppi, og jafnvel sængina sína og koddann svo að vellíðan megi verða sem mest og góð tilfinning um öryggi.
Te verður í boði á staðnum en það er velkomið að taka með sér það sem manni hugnast að gæti verið gott að hafa með matarkyns. Hægt er að læðast inn í lítið hliðareldhús ef svengd kallar.

Hámarksfjöldi þátttakenda í gongnóttinni er takmarkaður og því þarf að skrá sig og greiða fyrirfram:
Reikningsupplýsingar Eilífðarsólar ehf:
322-26-003736
kt. 6103131240
Verð: 6900 kr.

Stjórnandi gong næturinnar er Charlotte Bom og hún spilar einnig gong bað í upphafi og í lok næturinnar. Hún er gong meistari og kundalini jóga kennari; eigandi jógastöðvarinnar Yogahjørnet og Copenhagen Gong Center í Kaupmannahöfn og er umboðsaðili fyrir Pastie gong i Danmörku.
Charlotte Bom er einnig með réttindi í gong þerapíu og er frábær gong spilari og kennari. Hún er vel þekkt fyrir öflugar vinnustofur sínar og hefur leitt allmargar gong nætur og kennt fjölda vinnustofa. Charlotte ferðast með gongin sín á jógahátíðir víða um heim; þar má nefna Bali, Indland og Marokkó.
Charlotte notar gong í hugleiðslu, slökun, heilun og í jógatímum. Heilandi áhrif gongsins á líkama, sál og hug koma einnig að góðum notum í þerapíu, ekki síst gegn streitu, verkjum af ýmsu tagi, áföllum og til almennar heilunar.
Charlotte mun leiða gong nóttina á ensku.

„Gongið er fljótvirkasta og áhrifaríkasta leið sem fyrirfinnst til að fá líkama og huga til að sleppa tökum. Upplifun mín af sérhverjum degi veltur á hvort ég hafi notið míns stutta gongbaðs eða ekki. Það er eins og það breyti þeirri tíðni sem ræður um hvernig ég skynja heiminn og hvernig hann skynjar mig“  – Charlotte Bom

 

Hvað er þetta kúndalíní?

Posted Posted in Fréttir, Kundalini jóga, Námskeið

 

Fjögurra vikna kundalini jóga námskeið fyrir byrjendur verður 10. október til 2. nóvember.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:40-18:55

Staður: Ómsetrið, Hafnargötu 57, Keflavík

Verð: 12.000 kr.

Hvað er kría?

Af hverju er kennarinn hvítklæddur?

Af hverju eru allar þessar öndunaræfingar?

Af hverju er svo mikið verið með möntrur í kundalini jóga?

Hvaða tilgang hafa handstöður?

Við munum fara yfir þessi og mörg fleiri undirstöðuatriði í kundalini jóga á námskeiðinu.

 

Kundalini jóga er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga, byggt á öndun, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun. Unnið er markvisst að því að styrkja sérstaklega innkirtla- og ónæmiskerfið.

Hver kundalini jógatími er samsettur úr æfingum í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Við munum gera kríur[1] fyrir sveigjanlegra bak, hjartað, styrkingu á miðju og til að styrkja ónæmiskerfið – svo nokkur dæmi séu nefnd.

Komdu í þægilegum fötum og með vatnsflösku. Dýnur eru á staðnum en það er velkomið að koma með eigin dýnu eða jógahandklæði.

 

Kennarar: Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir og Unnur Guðrún Óskarsdóttir

 

Skráning: gudrun@eilifdarsol.is / omsetrid@omsetrid.is

[1] Komdu á námskeiðið og fáðu að vita hvað kría er!