Opnir tímar í kundalini jóga

Posted on Posted in Fréttir, Kundalini jóga, Námskeið, Uncategorized

Opnir tímar í kundalini jóga í Nuddstöðinni Chakra

Tímabil: Fram til 29. nóvember

Kennt: mánudaga og miðvikudaga kl. 17:15-18:45

Staður: Hamraborg 9. efsta hæð

Tímarnir henta byrjendum sem lengra komnum.

Kundalini jóga er oft kallað jóga vitundar og er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga, fyrir líkama, huga og sál. Það er byggt á öndun, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun. Unnið er markvisst að því að styrkja innkirtla- og ónæmiskerfið. Hver tími felur í sér upphitun, kríu (æfingasett), slökun, og hugleiðslu.

Komdu í þægilegum fötum og með vatnsflösku. Dýnur eru á staðnum en það er velkomið að koma með eigin dýnu eða jógahandklæði.

Kennarar: Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir og Unnur Guðrún Óskarsdóttir

 

Verð: 

Stkur tími: 1000 kr.  (gildir út nóv.)

Skráning: gudrun@eilifdarsol.is eða bara mæta 🙂