Uncategorized

Fréttir

 Hæ hó og jibbíjei!!

 

17. júní er afstaðinn og við getum farið að telja niður í jóga- og sjálfsræktarferðina okkar til Garda.

Þessi ferð er skipulögð með hinni frábæru Sigríði Huldu Jónsdóttur sem hefur haldið fjöldamörg sjálfsræktarnámskeið. Hér eru spennandi hlutir að gerast, við hefjum daginn með jóga og stuttri hugleiðslu, fáum okkur morgunmat og svo fær hugurinn sín viðfangsefni á sjálfsræktarnámskeiði fram að hádegi.

En við ætlum líka að njóta Ítalíu, þessa yndislega lands. Um eftirmiðdagana eigum við ýmist frjálsan tíma, eða förum saman hópurinn til næstu borga – Veróna sem er svo sannkölluð borg ástarinnar en þar lét Shakespeare Rómeó fara með sínar fögru ástarræður til Júlíu á svölunum; til Feneyja sem á engan sinn líka og til Mílanó, höfuðborgar Norður Ítalíu.

Enn er hægt að skrá sig – en sætum fækkar – þetta er ferð fyrir alla, einstaklinga jafnt sem pör, vini og vinkonur, systur, mæðgur, bræður og feðga …

Meira um ferðina hér: http://jogafri.is/jogaferd-joga/sjalfsraekt-garda/

Skráning: gudrun@jogafri.is