Kundalini jóga

Megi eilífðarsól á þig skína …

Eilífðarsól ehf. var stofnað 19. janúar 2017 og er fyrirtæki sem sérhæfir sig í jóganámskeiðum og jógaferðum.

Stofnandi fyrirtækisins er Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir. Hún er kennari til margra ára, kundalini jóga kennari og leiðsögumaður með starfsreynslu af ferðaskrifstofu. Elskar að auki að ferðast og hjartað slær í takt við jóga.

Nafn fyrirtækisins er sótt í írska bæn sem er mjög oft sungin í lok tíma í kundalini jóga.

Megi eilífðarsól á þig skína

kærleikur umlykja

og þitt innra ljós þér lýsa 

áfram þinn veg.

Hér má hlýða á lagið í undurfallegum flutningi Hugrúnar Fjólu, Sukhpreet Kaur